Innlent

Markaðsstjóri Facebook til Íslands

Rick Kelley.
Rick Kelley.

Rick Kelley markaðsstjóri Facebook í Evrópu, miðausturlöndum og Asíu kemur til íslands sem einn lykilræðumanna markaðsráðstefnunnar Reykjavik Internet Marketing Conference eða RIMC sem haldin verður í Smárabíó 11. Mars n.k.

Rick Kelley er búin að starfa hjá Facebook síðan júní 2009 en þangað kom hann Frá Yahoo! þar sem hann var í svipuðu hlutverki. Rick mun fjalla um Facebook og hvernig sá miðill hefur gjörbreytt ásýnd internetsins og hvernig við neytum efnis á netinu á aðeins nokkrum árum.

Ráðstefnan RIMC sem núna er haldin í áttunda sinn skartar yfir 20 fyrirlesurum sem allir munu fjalla um markaðssetningu í gegnum netið, hvort sem um er að ræða félagsmiðla eins og Facebook, leitarvélar eins og Google eða notkun auglýsingaborða.

Sem dæmi um aðra fyrir áhugaverða fyrirlesara má nefna Alex Bennert, en hún stýrir vefmarkaðsdeild Wall Street Journal. Einnig mun Simon Heseltine vefmarkaðsstjóri í frétta- og afþreyingadeild AOL halda tölu.

Meðal annarra fyrirlesara eru aðilar frá YouTube, Bing, Rússnesku leitarvélinni Yandex, Hotels.com, hugbúnaðarrisanum SAP, Boats.com en ásamt þeim markaðsstjórar frá íslensku fyrirtækjunum Icelandair og Clara tala.

Meira má finna um ræðumenn RIMC á www.rimc.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×