Lífið

Elíza með EP-plötu

Elíza Geirsdóttir Newman hefur sent frá sér þriggja laga EP-plötu sem kemur út í stafrænu formi um allan heim. Platan inniheldur lögin Ukulele Song For You, Eyjafjallajökull, sem sló í gegn þegar Elíza flutti það á fréttastöðinni Al Jazeera, og áður óútgefið lag sem nefnist Out of Control.

EP-platan er gefin út til að kynna síðustu plötu Elízu, Pie in the Sky, sem kemur út erlendis í lok mars. Breska tónlistartímaritið Word Magazine hefur valið lagið Eyjafjallajökul á plötu sem fylgir blaðinu í febrúar þar sem það kynnir efnilega tónlistarmenn til að fylgjast með á nýja árinu.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Elízu á Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni sem hún samdi lagið fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.