Leikjavísir

Kepptu í fótbolta-Angry Birds

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tölvuleikurinn Angry Birds er einn sá vinsælasti í heimi í dag en tveir háskólanemar í Bandaríkjunum ákváðu að slá til og keppa í heimatilbúnni fótboltaútgáfu af leiknum.

Lassi Hurskainen er finnskur markvörður sem spilar með háskólaliði Asheville-háskólans og keppti við liðsfélaga sinn, Dan Jackson.

Angry Birds-tölvuleikurinn á einmitt rætur sínar að rekja til Finnlands en fótboltaútgáfan er ekki síður skemmtileg. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá útkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×