Færði tæknina til fólksins 8. október 2011 15:30 Jobs kynnir iPhone til sögunnar 9. janúar 2007. "Hann hafði mjög sterka sýn á það hvernig hann gæti fangað hug og hjörtu fólks," segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, sem hafði töluverð kynni af Steve Jobs vegna starfa sinna hjá Sony og Time-Warner. "Hann var alltaf að reyna að búa til eitthvað nýtt, brjóta ísinn og færa út kvíarnar, " segir Ólafur en hann hafði töluverð kynni af Steve Jobs vegna starfa sinna erlendis, fyrst hjá raftækjafyrirtækinu Sony og nú seinni árin hjá fjölmiðlasamsteypunni Time Warner. "Það er ekki langt síðan hann kom við og átti fund með okkur." Þeir Ólafur Jóhann hittust fyrst árið 1986 þegar Ólafur var nýbyrjaður að vinna hjá Sony í Kísildalnum svokallaða í Kaliforníu, þar sem tölvufyrirtækin spruttu upp eins og gorkúlur. Töluvert samstarf var á milli Sony og Apple á þessum árum, því Sony framleiddi ýmsan búnað í tölvurnar frá Apple, svo sem diskadrif og harða diska. "Ég var auðvitað bara strákur þarna, en samskiptin voru töluverð því hvorugt fyrirtækjanna var með mikið batterí. Við vorum fáliðuð og þau voru líka fáliðuð."Óvíst um afdrif Apple Ólafur segir erfitt að segja til um hvernig Apple muni reiða af, nú þegar Jobs er fallinn frá. "Þeir eru náttúrlega með mjög gott fólk innanhúss og þeir hafa mjög sterka stöðu. Þeir eiga eflaust margt á teikniborðinu og eru búnir að draga upp næstu skref. Þannig að í næstu framtíð held ég að fátt breytist. Hins vegar er spurning hvað verður til lengri tíma litið. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir bera sig til við þetta." Hann segir reyndar erfitt að greina á milli persónu Jobs og fyrirtækisins sem hann vann hjá. "Stór fyrirtæki eru að vísu stór og það þurfa margar hendur og margir hausar að koma saman til að hlutirnir gangi upp. En það sem gerir þetta mjög sérstakt í hans tilfelli er að það er mjög erfitt að segja annað en að hann hafi sjálfur haft mjög bein áhrif á þróun fyrirtækisins. Það út af fyrir sig er mjög óalgengt og í þessu tilviki er það ekki bara mýta, sem er búin til í söluskyni."Afrekaskrá frumkvöðulsins Steve Jobs. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Dauðinn lengi nálægur Andláti Steve Jobs hefur verið líkt við dauða stórstjarna á borð við Elvis Presley, John Lennon, Michael Jackson, John F. Kennedy og Díönu prinsessu. Lát hans bar þó ekki brátt að, því hann hefur glímt við krabbamein árum saman. Hann greindist fyrst með krabbamein í brisi fyrir sjö árum. Læknar sögðu honum þá strax að hann ætti aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða, en hálfu ári síðar töldu læknar sig hafa komist fyrir meinið. Næstu árin virtist hann þó veiklulegur þegar hann kom fram opinberlega, hann tók sér nokkur löng veikindaleyfi og lést síðastliðinn miðvikudag, aðeins 56 ára gamall. Dauðinn hafði reyndar verið honum hugleikinn lengi. Í magnaðri ræðu, sem Jobs flutti við útskrift háskólanema í Stanford árið 2005 sagðist hann jafnan hafa skoðað líf sitt í ljósi dauðans, alveg frá því hann var sautján ára og las einhvers staðar þessa setningu: "Ef þú lifir hverjum degi eins og hann væri þinn síðasti, þá hefurðu örugglega rétt fyrir þér einn daginn." "Eitt mikilvægasta verkfæri sem ég hef nokkurn tímann kynnst til að hjálpa mér við að taka stórar ákvarðanir í lífinu er að muna að ég verð bráðum dauður," sagði hann í ræðu sinni yfir ungum háskólanemum, um það bil ári eftir að hann greindist sjálfur fyrst með krabbamein.Bjó til tæki fyrir almenning Þessi afstaða hefur kannski átt stóran þátt í þeim árangri sem Jobs náði, með því að setja á markað tæki sem almenningur tók opnum örmum, allt frá fyrstu Apple- og Macintosh-tölvunum til iPod-tónlistarspilaranna, iPad-spjaldtölvanna, iPhone-snjallsímanna og annarra nýjunga, sem streymdu frá fyrirtækinu. Ólafur Jóhann segir að kostir hans hafi ekki síst verið fólgnir í því hvernig hann sá fyrir sér að tæknin gæti komið venjulegu fólki að notum í daglegu lífi. "Hann var náttúrulega leiftrandi klár. Hann var samt enginn tæknimaður, þannig. Hann var ekki í því að prógrammera eða skrúfa saman græjur eða hanna þær, þótt hann hafi auðvitað skilið það allt saman. Það sem hann hafði hins vegar var tilfinning fyrir því hvað gæti gengið saman og hvað gæti nýst fólki. Það loðir svolítið við tæknimenn að þeim hættir til að búa til tæki fyrir sjálfa sig og vini sína sem eru eins og þeir. Og gleyma þá hinum almenna neytanda. Það kunni hans hins vegar og hann kunni líka að hrífa fólk með sér og var mikill eldhugi. Svo hafði hann mjög sterka sýn á það sem hann hélt geta fangað hug og hjörtu fólks og hvernig hægt væri að taka tækni og gera hana þannig úr garði að almenningi myndi finnast hún aðlaðandi, og það gerði held ég útslagið."Endurtók leikinn Þeir Ólafur Jóhann hittust meðal annars árið 1996 þegar Jobs var að taka við Apple á nýjan leik, eftir að hafa verið áratug í burtu. Þann áratug hafði hann notað bæði til að byggja upp tölvuteiknimyndir hjá Pixar-fyrirtækinu og þróa Next-tölvutæknina, sem síðar varð grunnurinn að endurreisn Apple-tölvanna. "Hann var á þessum tíma að hitta menn sem hann þekkti úr bransanum, taka púlsinn og leggja á ráðin um það sem fram undan væri," segir Ólafur Jóhann, en segir það oftúlkun, sem skrifað var um á sínum tíma, að Jobs hafi verið að falast eftir sér til stjórnunarstarfa hjá Apple. "Þegar þetta gerðist voru margir búnir að afskrifa Apple. Þeir voru einfaldlega búnir að tapa fyrir Microsoft. Eftir að Steve fór höfðu ýmsir forstjórar komið og farið og enginn þeirra staðið sig neitt vel." Ólafur Jóhann segir það vera einsdæmi í þessum bransa að menn komi aftur eftir að hafa hætt hjá fyrirtæki sem þeir byggðu upp. "Við getum talið upp þá alla sem hafa búið til stórfyrirtæki og enginn þeirra, svo ég viti eða muni, hefur gert það sem Steve gerði, sem gerir þetta tvisvar. Hann kom þarna inn aftur og í rauninni endurtekur leikinn - en á mun hressilegri hátt. Hann smíðar þetta veldi upp á nýtt og það gerir hann í rauninni einstakan."Mótmælendur setti hljóða Það segir sína sögu að meira að segja mótmælendur á Wall Street í New York setti hljóða þegar fréttirnar af láti hans bárust á miðvikudag. Þar hefur stór hópur fólks komið saman daglega í nærri þrjár vikur og mótmælt græðgi fjármálafólksins í Wall Street. Þótt fyrirtæki Jobs hafi malað gull fyrir þá sömu auðkýfinga, sem mótmælin beinast gegn, þá datt engum í hug að Jobs væri af sama sauðahúsinu. "Við höfum misst eitthvað sem við fáum aldrei aftur," sagði Steve Wozniak, sem stofnaði Apple-fyrirtækið upphaflega með Steve Jobs. "Ég lít samt þannig á málið, að það hve fólk hefur hrifist af afurðunum sem hann lagði svo mikið í að skapa, sýni okkur að hann hafi fært heiminum mikið af lífi." Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
"Hann hafði mjög sterka sýn á það hvernig hann gæti fangað hug og hjörtu fólks," segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, sem hafði töluverð kynni af Steve Jobs vegna starfa sinna hjá Sony og Time-Warner. "Hann var alltaf að reyna að búa til eitthvað nýtt, brjóta ísinn og færa út kvíarnar, " segir Ólafur en hann hafði töluverð kynni af Steve Jobs vegna starfa sinna erlendis, fyrst hjá raftækjafyrirtækinu Sony og nú seinni árin hjá fjölmiðlasamsteypunni Time Warner. "Það er ekki langt síðan hann kom við og átti fund með okkur." Þeir Ólafur Jóhann hittust fyrst árið 1986 þegar Ólafur var nýbyrjaður að vinna hjá Sony í Kísildalnum svokallaða í Kaliforníu, þar sem tölvufyrirtækin spruttu upp eins og gorkúlur. Töluvert samstarf var á milli Sony og Apple á þessum árum, því Sony framleiddi ýmsan búnað í tölvurnar frá Apple, svo sem diskadrif og harða diska. "Ég var auðvitað bara strákur þarna, en samskiptin voru töluverð því hvorugt fyrirtækjanna var með mikið batterí. Við vorum fáliðuð og þau voru líka fáliðuð."Óvíst um afdrif Apple Ólafur segir erfitt að segja til um hvernig Apple muni reiða af, nú þegar Jobs er fallinn frá. "Þeir eru náttúrlega með mjög gott fólk innanhúss og þeir hafa mjög sterka stöðu. Þeir eiga eflaust margt á teikniborðinu og eru búnir að draga upp næstu skref. Þannig að í næstu framtíð held ég að fátt breytist. Hins vegar er spurning hvað verður til lengri tíma litið. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir bera sig til við þetta." Hann segir reyndar erfitt að greina á milli persónu Jobs og fyrirtækisins sem hann vann hjá. "Stór fyrirtæki eru að vísu stór og það þurfa margar hendur og margir hausar að koma saman til að hlutirnir gangi upp. En það sem gerir þetta mjög sérstakt í hans tilfelli er að það er mjög erfitt að segja annað en að hann hafi sjálfur haft mjög bein áhrif á þróun fyrirtækisins. Það út af fyrir sig er mjög óalgengt og í þessu tilviki er það ekki bara mýta, sem er búin til í söluskyni."Afrekaskrá frumkvöðulsins Steve Jobs. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Dauðinn lengi nálægur Andláti Steve Jobs hefur verið líkt við dauða stórstjarna á borð við Elvis Presley, John Lennon, Michael Jackson, John F. Kennedy og Díönu prinsessu. Lát hans bar þó ekki brátt að, því hann hefur glímt við krabbamein árum saman. Hann greindist fyrst með krabbamein í brisi fyrir sjö árum. Læknar sögðu honum þá strax að hann ætti aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða, en hálfu ári síðar töldu læknar sig hafa komist fyrir meinið. Næstu árin virtist hann þó veiklulegur þegar hann kom fram opinberlega, hann tók sér nokkur löng veikindaleyfi og lést síðastliðinn miðvikudag, aðeins 56 ára gamall. Dauðinn hafði reyndar verið honum hugleikinn lengi. Í magnaðri ræðu, sem Jobs flutti við útskrift háskólanema í Stanford árið 2005 sagðist hann jafnan hafa skoðað líf sitt í ljósi dauðans, alveg frá því hann var sautján ára og las einhvers staðar þessa setningu: "Ef þú lifir hverjum degi eins og hann væri þinn síðasti, þá hefurðu örugglega rétt fyrir þér einn daginn." "Eitt mikilvægasta verkfæri sem ég hef nokkurn tímann kynnst til að hjálpa mér við að taka stórar ákvarðanir í lífinu er að muna að ég verð bráðum dauður," sagði hann í ræðu sinni yfir ungum háskólanemum, um það bil ári eftir að hann greindist sjálfur fyrst með krabbamein.Bjó til tæki fyrir almenning Þessi afstaða hefur kannski átt stóran þátt í þeim árangri sem Jobs náði, með því að setja á markað tæki sem almenningur tók opnum örmum, allt frá fyrstu Apple- og Macintosh-tölvunum til iPod-tónlistarspilaranna, iPad-spjaldtölvanna, iPhone-snjallsímanna og annarra nýjunga, sem streymdu frá fyrirtækinu. Ólafur Jóhann segir að kostir hans hafi ekki síst verið fólgnir í því hvernig hann sá fyrir sér að tæknin gæti komið venjulegu fólki að notum í daglegu lífi. "Hann var náttúrulega leiftrandi klár. Hann var samt enginn tæknimaður, þannig. Hann var ekki í því að prógrammera eða skrúfa saman græjur eða hanna þær, þótt hann hafi auðvitað skilið það allt saman. Það sem hann hafði hins vegar var tilfinning fyrir því hvað gæti gengið saman og hvað gæti nýst fólki. Það loðir svolítið við tæknimenn að þeim hættir til að búa til tæki fyrir sjálfa sig og vini sína sem eru eins og þeir. Og gleyma þá hinum almenna neytanda. Það kunni hans hins vegar og hann kunni líka að hrífa fólk með sér og var mikill eldhugi. Svo hafði hann mjög sterka sýn á það sem hann hélt geta fangað hug og hjörtu fólks og hvernig hægt væri að taka tækni og gera hana þannig úr garði að almenningi myndi finnast hún aðlaðandi, og það gerði held ég útslagið."Endurtók leikinn Þeir Ólafur Jóhann hittust meðal annars árið 1996 þegar Jobs var að taka við Apple á nýjan leik, eftir að hafa verið áratug í burtu. Þann áratug hafði hann notað bæði til að byggja upp tölvuteiknimyndir hjá Pixar-fyrirtækinu og þróa Next-tölvutæknina, sem síðar varð grunnurinn að endurreisn Apple-tölvanna. "Hann var á þessum tíma að hitta menn sem hann þekkti úr bransanum, taka púlsinn og leggja á ráðin um það sem fram undan væri," segir Ólafur Jóhann, en segir það oftúlkun, sem skrifað var um á sínum tíma, að Jobs hafi verið að falast eftir sér til stjórnunarstarfa hjá Apple. "Þegar þetta gerðist voru margir búnir að afskrifa Apple. Þeir voru einfaldlega búnir að tapa fyrir Microsoft. Eftir að Steve fór höfðu ýmsir forstjórar komið og farið og enginn þeirra staðið sig neitt vel." Ólafur Jóhann segir það vera einsdæmi í þessum bransa að menn komi aftur eftir að hafa hætt hjá fyrirtæki sem þeir byggðu upp. "Við getum talið upp þá alla sem hafa búið til stórfyrirtæki og enginn þeirra, svo ég viti eða muni, hefur gert það sem Steve gerði, sem gerir þetta tvisvar. Hann kom þarna inn aftur og í rauninni endurtekur leikinn - en á mun hressilegri hátt. Hann smíðar þetta veldi upp á nýtt og það gerir hann í rauninni einstakan."Mótmælendur setti hljóða Það segir sína sögu að meira að segja mótmælendur á Wall Street í New York setti hljóða þegar fréttirnar af láti hans bárust á miðvikudag. Þar hefur stór hópur fólks komið saman daglega í nærri þrjár vikur og mótmælt græðgi fjármálafólksins í Wall Street. Þótt fyrirtæki Jobs hafi malað gull fyrir þá sömu auðkýfinga, sem mótmælin beinast gegn, þá datt engum í hug að Jobs væri af sama sauðahúsinu. "Við höfum misst eitthvað sem við fáum aldrei aftur," sagði Steve Wozniak, sem stofnaði Apple-fyrirtækið upphaflega með Steve Jobs. "Ég lít samt þannig á málið, að það hve fólk hefur hrifist af afurðunum sem hann lagði svo mikið í að skapa, sýni okkur að hann hafi fært heiminum mikið af lífi."
Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira