Glitnir í mál við Guðbjörgu og vill rifta sölu bréfa Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. mars 2011 18:30 Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn Guðbjörgu Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum og krefst riftunar á hlutabréfakaupum sem gerð voru þremur dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis. Í september 2007 keypti Glitnir nærri 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 milljarða króna af Guðbjörgu Matthíasdóttir og fleiri fjárfestum og seldi bréfin síðan áfram til annarra. Hluti af kaupverðinu var greiddur með hlutabréfum í Glitni, en samtímis var gerður samningur um sölurétt um bréfanna sem varð virkur ári eftir að viðskiptin áttu sér stað. Guðbjörg Matthíasdóttir seldi síðan 1,71 prósents hlut sinn í Glitni fyrir þrjá og hálfan milljarð króna föstudaginn 26. september 2008, eða síðasta virka dag fyrir þjóðnýtingu bankans sem kynnt var í Seðlabankanum mánudaginn 29. september. Ekkert varð sem kunnugt er úr þeim áformum en bréfin í Glitni höfðu hríðlækkað í verði. Enginn annar af tuttugu stærstu hluthöfum bankans seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtinguna. Láta reyna á riftunarreglur Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slitastjórn Glitnis banka ákveðið að höfða mál gegn Guðbjörgu vegna þessara viðskipta og krefst riftunar á sölu hlutabréfanna að hluta en bankinn tók ákvörðun um málshöfðun eftir að Guðbjörg sinnti ekki áskorunum um greiðslu. Ekki er grunur um saknæma háttsemi og er Glitnir að láta reyna á riftunarreglur í gjaldþrotalögum, en krefjast má riftunar á greiðslu á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag í ákveðnum tilvikum. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti telst frestdagur sá dagur sem þrotamaður óskaði fyrst eftir heimild til greiðslustöðvunar eða heimild til að leita nauðasamninga. Glitnir telur að Guðbjörg hafi með sölu hlutabréfanna fengið réttindi umfram aðra og kröfuhöfum bankans hafi þannig verið mismunað. Krefst Glitnir leiðréttingar á kaupverði og vill mismun á verðinu sem Guðbjörg seldi hlutabréfin á og gengi bréfanna í Kauphöll daginn sem viðskiptin áttu sér stað, hinn 26. september 2008. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur fjárhæðin á milljörðum króna. Guðbjörg fékk hlutinn í Glitni á genginu 28,45 þegar bankinn keypti tæplega 40 prósenta hlut hennar og nokkurra annarra í TM í september 2007 en aldrei hefur verið gefið upp á hvaða gengi bankinn keypti bréfin af henni þegar hún nýtti sér söluréttinn hinn 26. september 2008. Stefnan var birt nú vikunni og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Þá vildi Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Guðbjargar, ekki tjá sig heldur þegar eftir því var leitað. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn Guðbjörgu Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum og krefst riftunar á hlutabréfakaupum sem gerð voru þremur dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis. Í september 2007 keypti Glitnir nærri 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 milljarða króna af Guðbjörgu Matthíasdóttir og fleiri fjárfestum og seldi bréfin síðan áfram til annarra. Hluti af kaupverðinu var greiddur með hlutabréfum í Glitni, en samtímis var gerður samningur um sölurétt um bréfanna sem varð virkur ári eftir að viðskiptin áttu sér stað. Guðbjörg Matthíasdóttir seldi síðan 1,71 prósents hlut sinn í Glitni fyrir þrjá og hálfan milljarð króna föstudaginn 26. september 2008, eða síðasta virka dag fyrir þjóðnýtingu bankans sem kynnt var í Seðlabankanum mánudaginn 29. september. Ekkert varð sem kunnugt er úr þeim áformum en bréfin í Glitni höfðu hríðlækkað í verði. Enginn annar af tuttugu stærstu hluthöfum bankans seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtinguna. Láta reyna á riftunarreglur Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slitastjórn Glitnis banka ákveðið að höfða mál gegn Guðbjörgu vegna þessara viðskipta og krefst riftunar á sölu hlutabréfanna að hluta en bankinn tók ákvörðun um málshöfðun eftir að Guðbjörg sinnti ekki áskorunum um greiðslu. Ekki er grunur um saknæma háttsemi og er Glitnir að láta reyna á riftunarreglur í gjaldþrotalögum, en krefjast má riftunar á greiðslu á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag í ákveðnum tilvikum. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti telst frestdagur sá dagur sem þrotamaður óskaði fyrst eftir heimild til greiðslustöðvunar eða heimild til að leita nauðasamninga. Glitnir telur að Guðbjörg hafi með sölu hlutabréfanna fengið réttindi umfram aðra og kröfuhöfum bankans hafi þannig verið mismunað. Krefst Glitnir leiðréttingar á kaupverði og vill mismun á verðinu sem Guðbjörg seldi hlutabréfin á og gengi bréfanna í Kauphöll daginn sem viðskiptin áttu sér stað, hinn 26. september 2008. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur fjárhæðin á milljörðum króna. Guðbjörg fékk hlutinn í Glitni á genginu 28,45 þegar bankinn keypti tæplega 40 prósenta hlut hennar og nokkurra annarra í TM í september 2007 en aldrei hefur verið gefið upp á hvaða gengi bankinn keypti bréfin af henni þegar hún nýtti sér söluréttinn hinn 26. september 2008. Stefnan var birt nú vikunni og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Þá vildi Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Guðbjargar, ekki tjá sig heldur þegar eftir því var leitað. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira