Lífið

Frumsýningu frestað

Félagarnir úr U2 semja tónlistina við söngleikinn.
Félagarnir úr U2 semja tónlistina við söngleikinn.

Frumsýningu söngleiks um köngulóarmanninn á Broadway hefur verið frestað fram í miðjan mars. Að sögn framleiðandans, Michaels Cohl, þurfti að fínpússa ýmislegt, þar á meðal nýjan endi.

Söngleikurinn hefur lent í miklum hremmingum síðan æfingar hófust. Fjórir leikarar hafa meiðst, auk þess sem aðalleikkonan, Natalie Mendoza, hætti við verkefnið á síðasta ári. Bono og The Edge úr U2 semja tónlistina við söngleikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.