Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2011 19:00 Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira