Viðskiptavinir börðu sjálfir harðfiskinn Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2011 19:02 Bóndinn á Skálanesi á sunnanverðum Vestfjörðum hefur á æviskeiði sínu horft upp á yfir þrjátíu sveitabæi í kringum sig fara í eyði. Skálanes var áður miðstöð verslunar á stóru svæði en er nú orðinn endastöð byggðar, sem stórt skarð hefur rofnað í. Við erum á þjóðvegir númer 60, Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Flókalundar, sem margir telja með fegurstu þjóðleiðum á Íslandi. Hérna fara menn fjörð eftir fjörð án þess að sjá eitt einasta byggða ból. Á leið að vestan aka menn um samfelldar eyðibyggðir í einn og hálfan tíma áður en komið er að Skálanesi, sem nú er orðinn útvörður byggðarinnar. En þannig var það ekki þegar Hallgrímur Jónsson var að stíga sín fyrstu spor þar fyrir meira en áttatíu árum. Þegar hann var ungur var búið á um fjörutíu sveitabæjum í Múlasveit og Gufudalssveit og í eyjunum úti fyrir ströndinni sem heyrðu undir Flateyjarhrepp. Síðan hafa heimilin horfið hvert af öðru og X-unum fjölgað á landakortunum, táknum eyðibýla. Nú eru eftir aðeins fjórir bæir milli Þorskafjarðar og Vatnsfjarðar, tveir í Gufudal, og svo í Djúpadal og á Skálanesi. En hvað gerðist eiginlega? Afhverju fór allt fólkið? Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 segir Hallgrímur bóndi að fólkið hafi farið að flytja þegar aðstæður breyttust fyrir sunnan. Þar gat fólk fengið góða atvinnu sem það valdi fremur en að basla áfram í búskapnum. Sjálfum hafi honum þótt það vitleysa að rjúka svona burt. Hallgrímur segir alveg ferlegt að vita til þess að engin byggð skuli lengur vera á leiðinni til Vatnsfjarðar, nema sumarhús. Allstaðar á svæðinu séu þó kostajarðir og ekta sauðland. Hallgrímur segir sárt að horfa upp á þetta gerast. Unga fólkið fáist ekki lengur til að stunda búskap á svona svæðum en einnig skipti skólar og menntun máli. Unga fólkið fari í skóla suður og kynnist þar öðru, giftist og stofni heimili fyrir sunnan, og komi ekki aftur. Hallgrímur býr á Skálanesi ásamt eiginkonu, syni og tengdadóttur en þegar við spyrjum hvort næsta kynslóð sjái fyrir sér að áfram verði búið á Skálanesi eru menn ekki vissir. Sveinn Hallgrímsson segir að þau séu þarna ennþá en framtíðin verði að skera úr um hve lengi það verði. Búskapur sé nánast engin orðinn, konan stundi vinnu á Reykhólum og menn sjái ekki fram á vegarbætur þarna á milli til að forsvaranlegt sé að ætla að keyra á milli Skálaness og Reykhóla. Skálanes er þekktast úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar, en atriði í myndinni voru tekin þarna upp fyrir rúmum tuttugu árum, um það leyti sem rekstri kaupfélagsútibúsins var hætt. Í viðtalinu á Stöð 2 rifjar Hallgrímur upp kynni sín af kvikmyndatökufólkinu en það dvaldi á Skálanesi í tvo daga við upptökur. Hann rifjar einnig upp sögu kaupfélagsins og segir ferðafólk sakna þess, ekki síst harðfisksins, sem var seldur óbarinn, en viðskiptavinir fengu síðan hamar lánaðan í búðinni til að berja sjálfir harðfiskinn. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Bóndinn á Skálanesi á sunnanverðum Vestfjörðum hefur á æviskeiði sínu horft upp á yfir þrjátíu sveitabæi í kringum sig fara í eyði. Skálanes var áður miðstöð verslunar á stóru svæði en er nú orðinn endastöð byggðar, sem stórt skarð hefur rofnað í. Við erum á þjóðvegir númer 60, Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Flókalundar, sem margir telja með fegurstu þjóðleiðum á Íslandi. Hérna fara menn fjörð eftir fjörð án þess að sjá eitt einasta byggða ból. Á leið að vestan aka menn um samfelldar eyðibyggðir í einn og hálfan tíma áður en komið er að Skálanesi, sem nú er orðinn útvörður byggðarinnar. En þannig var það ekki þegar Hallgrímur Jónsson var að stíga sín fyrstu spor þar fyrir meira en áttatíu árum. Þegar hann var ungur var búið á um fjörutíu sveitabæjum í Múlasveit og Gufudalssveit og í eyjunum úti fyrir ströndinni sem heyrðu undir Flateyjarhrepp. Síðan hafa heimilin horfið hvert af öðru og X-unum fjölgað á landakortunum, táknum eyðibýla. Nú eru eftir aðeins fjórir bæir milli Þorskafjarðar og Vatnsfjarðar, tveir í Gufudal, og svo í Djúpadal og á Skálanesi. En hvað gerðist eiginlega? Afhverju fór allt fólkið? Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 segir Hallgrímur bóndi að fólkið hafi farið að flytja þegar aðstæður breyttust fyrir sunnan. Þar gat fólk fengið góða atvinnu sem það valdi fremur en að basla áfram í búskapnum. Sjálfum hafi honum þótt það vitleysa að rjúka svona burt. Hallgrímur segir alveg ferlegt að vita til þess að engin byggð skuli lengur vera á leiðinni til Vatnsfjarðar, nema sumarhús. Allstaðar á svæðinu séu þó kostajarðir og ekta sauðland. Hallgrímur segir sárt að horfa upp á þetta gerast. Unga fólkið fáist ekki lengur til að stunda búskap á svona svæðum en einnig skipti skólar og menntun máli. Unga fólkið fari í skóla suður og kynnist þar öðru, giftist og stofni heimili fyrir sunnan, og komi ekki aftur. Hallgrímur býr á Skálanesi ásamt eiginkonu, syni og tengdadóttur en þegar við spyrjum hvort næsta kynslóð sjái fyrir sér að áfram verði búið á Skálanesi eru menn ekki vissir. Sveinn Hallgrímsson segir að þau séu þarna ennþá en framtíðin verði að skera úr um hve lengi það verði. Búskapur sé nánast engin orðinn, konan stundi vinnu á Reykhólum og menn sjái ekki fram á vegarbætur þarna á milli til að forsvaranlegt sé að ætla að keyra á milli Skálaness og Reykhóla. Skálanes er þekktast úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar, en atriði í myndinni voru tekin þarna upp fyrir rúmum tuttugu árum, um það leyti sem rekstri kaupfélagsútibúsins var hætt. Í viðtalinu á Stöð 2 rifjar Hallgrímur upp kynni sín af kvikmyndatökufólkinu en það dvaldi á Skálanesi í tvo daga við upptökur. Hann rifjar einnig upp sögu kaupfélagsins og segir ferðafólk sakna þess, ekki síst harðfisksins, sem var seldur óbarinn, en viðskiptavinir fengu síðan hamar lánaðan í búðinni til að berja sjálfir harðfiskinn.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira