Enski boltinn

Stefnt að því að Carroll spili gegn United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fjallað er um það í enskum fjölmiðlum í dag að Andy Carroll stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Liverpool þegar liðið mætir Manchester United í byrjun næsta mánaðar.

Carroll var keyptur frá Newcastle til Liverpool fyrir 35 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans í síðasta mánuði.

Hann hefur hins vegar átt við meiðsli að stríða síðustu vikurnar en má nú loksins byrja að æfa á nýjan leik.

Liverpool hefur átt góðu gengi að fagna síðustu vikurnar undir stjórn Kenny Dalglish og hefur aftur tekið stefnuna á baráttuna um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Liðið mætir United þann 6. mars og gæti það reynst þýðingarmikill leikur í þeirri baráttu.

Það þýðir að Carroll hefur nú þrjár vikur til að koma sér í nægilega gott form fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli Liverpool, Anfield.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×