Innlent

Veðurstofan varar við sjávarflóðum

Hornbjarg í stillu
Hornbjarg í stillu
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun vegna hugsanlegra sjávarflóða við hafnir frá Hornbjargi og suður með Austfjörðum.

Athygli er vakin á að veðurspá er mjög slæm fyrir norðanvert landið í kvöld og nótt samfara því er stórstreymt og spár um öldhæð mjög slæm.

Eftir miðnætti ætti vindur að snúast til norðaustanáttar sunnan við Langanes og ætti því að skána ástandið þar fljótlega upp frá því. Annars staðar norðantil má reikna með slæmum aðstæðum fram undir morgun, en þessu fylgir talsverð snjókoma að auki.

Menn eru hvattir til að huga bátum og öðrum eigum, en vera ekki á ferð að óþörfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×