Viðskipti erlent

Miklar lækkanir í Evrópu

Miklar lækkanir hafa orðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum eftir að þeir opnuðu klukkan sjö í morgun. Lækkanirnar stafa af yfirlýsingum grísku ríkisstjórnarinnar frá því í gærkvöldi þar sem sagði að ekki tækist að ná áður settum markmiðum um að lækka fjárlagahallann.

Grikkir segja að versnandi horfur í efnahagsmálum heimsins komi í veg fyrir að takmarkið náist. Helstu vísitölur á mörkuðum í Lundúnum, Frankfurt og í París lækkuðu allar um 2,5 til 3,5 prósent af þessum völdum og þá lækkuðu bréf í Asíu áður en markaðir lokuðu þar í nótt.

Hlutabréf í bönkum hafa orðið verst úti þar sem af er degi en margir af stærstu bönkum álfunnar eiga mikið undir þegar kemur að Grikklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×