Væntur lífeyrir og lánakjör 19. desember 2011 08:00 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hún spyr hversu raunsætt það sé að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%, sem er viðmið lágmarks árlegrar raunávöxtunar lífeyrissjóða. Þetta viðmið var hugsanlega ekki fráleitt þegar lögin voru sett árið 1997 því að árlegur hagvöxtur hafði þá að meðaltali aukist síðustu 30 ár (1966 til 1995) um 3,5% og raunar 4% síðustu 50 ár. Hagvöxtur hefur hins vegar ekki verið nálægt þessum forsendum lengi. Þetta meðaltal síðustu þrjá áratugi hefur verið um 2,5% og miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar er það meðaltal stöðugt að lækka. Þessi þróun endurspeglast að stórum hluta í ávöxtunarkröfum ríkisskuldabréfa. Þegar lögin voru samþykkt 1997 var ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsbréfa (sem nú eru íbúðabréf) í kringum 5-6% en hafði verið töluvert hærri árin áður. Meðalvextir íbúðabréfa eru í dag samkvæmt Lánamálum ríkisins aðeins um 2,5%. Svipuð þróun hefur átt sér stað á verðtryggðum ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum, þar sem ávöxtunarkrafan hefur síðustu ár farið úr 4% niður í jafnvel neikvæða raunávöxtun samhliða minni hagvexti. Möguleikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmarkaðir. Hér skipta meðaltalstölur ávöxtunar litlu máli – það sem mestu máli skiptir er vænt ávöxtun í upphafi fjárfestingar. Þetta viðmið heldur líka vöxtum húsnæðislána óeðlilega háum. Lækkun stýrivaxta hefur hingað til vart haft áhrif á raunvexti húsnæðislána í landinu. Þar sem lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt skylt að ávaxta sitt fé með 3,5% ávöxtunarviðmiði hafa þeir ekki rými til að aðlaga kjör lána til sjóðsfélaga sinna í takti við ávöxtunarkröfu íbúðabréfa, sem hefur sögulega borið í kringum 0,5% álag. Ef slík lán væru í takti við lækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa væru raunvextir húsnæðislána um 1% lægri. Afnám slíks vaxtagólfs myndi því lækka árlega vaxtabyrði fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán um 300.000 krónur, skattfrjálst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hún spyr hversu raunsætt það sé að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%, sem er viðmið lágmarks árlegrar raunávöxtunar lífeyrissjóða. Þetta viðmið var hugsanlega ekki fráleitt þegar lögin voru sett árið 1997 því að árlegur hagvöxtur hafði þá að meðaltali aukist síðustu 30 ár (1966 til 1995) um 3,5% og raunar 4% síðustu 50 ár. Hagvöxtur hefur hins vegar ekki verið nálægt þessum forsendum lengi. Þetta meðaltal síðustu þrjá áratugi hefur verið um 2,5% og miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar er það meðaltal stöðugt að lækka. Þessi þróun endurspeglast að stórum hluta í ávöxtunarkröfum ríkisskuldabréfa. Þegar lögin voru samþykkt 1997 var ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsbréfa (sem nú eru íbúðabréf) í kringum 5-6% en hafði verið töluvert hærri árin áður. Meðalvextir íbúðabréfa eru í dag samkvæmt Lánamálum ríkisins aðeins um 2,5%. Svipuð þróun hefur átt sér stað á verðtryggðum ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum, þar sem ávöxtunarkrafan hefur síðustu ár farið úr 4% niður í jafnvel neikvæða raunávöxtun samhliða minni hagvexti. Möguleikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmarkaðir. Hér skipta meðaltalstölur ávöxtunar litlu máli – það sem mestu máli skiptir er vænt ávöxtun í upphafi fjárfestingar. Þetta viðmið heldur líka vöxtum húsnæðislána óeðlilega háum. Lækkun stýrivaxta hefur hingað til vart haft áhrif á raunvexti húsnæðislána í landinu. Þar sem lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt skylt að ávaxta sitt fé með 3,5% ávöxtunarviðmiði hafa þeir ekki rými til að aðlaga kjör lána til sjóðsfélaga sinna í takti við ávöxtunarkröfu íbúðabréfa, sem hefur sögulega borið í kringum 0,5% álag. Ef slík lán væru í takti við lækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa væru raunvextir húsnæðislána um 1% lægri. Afnám slíks vaxtagólfs myndi því lækka árlega vaxtabyrði fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán um 300.000 krónur, skattfrjálst.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun