Economist fjallar um velgengi Svía í kreppunni 19. desember 2011 07:00 Hagfræðitímaritið The Economist fjallar um efnahagslega velgengni frænda vorra Svía en hagvöxtur þar í landi er mun hærri en í öðrum Evrópulöndum. Í grein Economist segir að töluverður hluti af velgengi Svía felst í að þeir hafa sína eigin mynt í hagkerfi sem er drifið áfram af útflutningi. Svíar höfnuðu því síðast að taka upp evruna árið 2003. Þeir eru ánægðir í dag að vera fyrir utan evrusvæðið. Samt telur Anders Borg fjármálaráðherra landsins að til lengri tíma litið eigi Svíar að taka upp evruna. Borg bendir á að sænska krónan sé ekki nema hluti af velgengninni. Vegna þess að Svíar eru utan evrunnar hafi þeir þurft að gæta vel að því að hafa agaða og aðhaldssama hagstjórn. Þar hafi þeir m.a. byggt á reynslunni af bankahruninu í landinu fyrir rúmum 15 árum síðan. Í greininni er einnig sagt frá því að Svíþjóð hefur veitt Íslandi, Írlandi og Lettlandi neyðarlán í kreppunni. Anders Borg segir að Svíar hafi ákveðið að veita þessu löndum lánin þar sem þau hafi sýnt sannfærandi metnað í að hreinsa til í hagstjórnaróreiðu sinni. Hann hefur mun minna álit á stjórnvöldum í Grikklandi og Ítalíu og segir þau þurfa að gera miklu meira. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hagfræðitímaritið The Economist fjallar um efnahagslega velgengni frænda vorra Svía en hagvöxtur þar í landi er mun hærri en í öðrum Evrópulöndum. Í grein Economist segir að töluverður hluti af velgengi Svía felst í að þeir hafa sína eigin mynt í hagkerfi sem er drifið áfram af útflutningi. Svíar höfnuðu því síðast að taka upp evruna árið 2003. Þeir eru ánægðir í dag að vera fyrir utan evrusvæðið. Samt telur Anders Borg fjármálaráðherra landsins að til lengri tíma litið eigi Svíar að taka upp evruna. Borg bendir á að sænska krónan sé ekki nema hluti af velgengninni. Vegna þess að Svíar eru utan evrunnar hafi þeir þurft að gæta vel að því að hafa agaða og aðhaldssama hagstjórn. Þar hafi þeir m.a. byggt á reynslunni af bankahruninu í landinu fyrir rúmum 15 árum síðan. Í greininni er einnig sagt frá því að Svíþjóð hefur veitt Íslandi, Írlandi og Lettlandi neyðarlán í kreppunni. Anders Borg segir að Svíar hafi ákveðið að veita þessu löndum lánin þar sem þau hafi sýnt sannfærandi metnað í að hreinsa til í hagstjórnaróreiðu sinni. Hann hefur mun minna álit á stjórnvöldum í Grikklandi og Ítalíu og segir þau þurfa að gera miklu meira.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira