Viðskipti erlent

Rífandi gangur hjá verslunum Landsbankans

Rífandi gangur var hjá þeim verslunum Landsbankans í Bretlandi sem heyra undir skartgripafyrirtækið Aurum. Jólaverslunin gekk vonum framar og jókst salan um 14,5% hjá Aurum á síðustu fimm vikunum fram til 9. janúar s.l.

Landsbankinn á rúmlega 66% hlut í félaginu Aurum, en innan þess eru verslunarkeðjurnar Mappin & Webb, Goldsmiths og Watches of Switzerland.

Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail jókst salan um 19% hjá Goldsmiths og um 11% hjá Mappin & Webb. Aukningin hjá Watches of Switzerland jókst hinsvegar aðeins um 1%.

Fram kemur að árið í fyrra hafi orðið mjög árangursríkt í rekstri Aurum. Salan á árinu jókst um 16% miðað við árið þar á undan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×