Handbolti

Ólafur: Við stefndum á gullið

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö Arena skrifar

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði var ekki nógu ánægður með árangurinn á HM enda sagði hann liðið hafa stefnt á að vinna mótið.

"Það eru blendnar tilfinningar. Á heildina litið er þetta lala-mót. Of mikið af töpum. Við getum talið okkur heppna að enda í sjötta sæti," sagði Ólafur.

"Botninn datt úr þessu eftir riðlakeppnina og í heildina er ég ekki sáttur. Maður tekur samt það jákvæða sem er að halda ÓL-voninni gangandi.

"Við náum ekki að rífa okkur upp eftir Þjóðverjaleikinn. Sóknarleikurinn var í vandræðum gegn 5/1 vörnum og margt sem þarf að kíkja á.

"Við vildum ná lengra og stefnan var sett á að vinna mótið. Það tókst ekki því miður. Vonandi skemmtum við samt einhverjum með þessum leikjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×