Óstöðugur gjaldmiðill kallar á háa vexti 14. desember 2011 06:00 Óstöðugur gjaldmiðill er ein meginorsök þess að vextir eru miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þessir háu vextir hafa margvísleg áhrif á okkur. Frá aldamótum hafa vextir af 5-10 ára ríkisskuldabréfum verið tvöfalt hærri á Íslandi en að meðaltali á Evrusvæðinu. Íslenska ríkið hefur þurft að greiða 4,2% hærri vexti en ríkin á Evrusvæðinu að meðaltali. Í dag skuldar ríkissjóður um 1.400 milljarða. Hvert prósent sem ríkissjóður þarf að greiða í hærri vexti kostar okkur því um 14 milljarða króna. Það er því til mikils að vinna að lækka vextina. Tækist okkur að lækka þá varanlega um t.d. 3 prósentustig sparar það okkur 42 milljarða á ári. Þetta eru fjármunir sem samsvara samanlögðum kostnaði við rekstur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, eða þriðjungnum af því sem einstaklingar greiða í tekjuskatt. Heimilin skulda um 1.500 milljarða. Hvert prósentustig í vöxtum kostar okkur því um 15 milljarða. Frá aldamótum hafa vextir af nýjum húsnæðislánum verið tæplega þrefalt hærri á Íslandi (meðalvextir á Íslandi: 75% Íbúðalánasjóðs og 25% banka) en að meðaltali á Evrusvæðinu. Þessi munur nemur 7,8 prósentustigum. Tækist okkur að brúa þetta bil myndi það spara heimilunum 117 milljarða á ári, sem jafngildir tæplega 17% hækkun á ráðstöfunartekjum heimilanna að meðaltali. Fyrirtækin skulda tæpa 1.700 milljarða. Hvert prósentustig í lækkuðum vöxtum sparar þeim 17 milljarða á ári. Ef vextir fyrirtækja lækkuðu t.d. um 4 prósentustig yrði sparnaðurinn um 68 milljarðar króna á ári. Það skiptir sköpum fyrir veikburða atvinnulíf að vextir lækki til þess að fjárfestingar aukist. Þær eru nú í sögulegu lágmarki og atvinnuleysi mikið. Auknar fjárfestingar skila sér til launafólks í formi aukinnar atvinnu og aukins kaupmáttar til framtíðar. Ef við viljum sambærileg lífskjör og best þekkjast í nágrannalöndum okkar verðum við að ráðast að rót vandans og tryggja hér stöðugleika og lága vexti. Slíkt gerum við með stöðugum gjaldmiðli og agaðri hagstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Óstöðugur gjaldmiðill er ein meginorsök þess að vextir eru miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þessir háu vextir hafa margvísleg áhrif á okkur. Frá aldamótum hafa vextir af 5-10 ára ríkisskuldabréfum verið tvöfalt hærri á Íslandi en að meðaltali á Evrusvæðinu. Íslenska ríkið hefur þurft að greiða 4,2% hærri vexti en ríkin á Evrusvæðinu að meðaltali. Í dag skuldar ríkissjóður um 1.400 milljarða. Hvert prósent sem ríkissjóður þarf að greiða í hærri vexti kostar okkur því um 14 milljarða króna. Það er því til mikils að vinna að lækka vextina. Tækist okkur að lækka þá varanlega um t.d. 3 prósentustig sparar það okkur 42 milljarða á ári. Þetta eru fjármunir sem samsvara samanlögðum kostnaði við rekstur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, eða þriðjungnum af því sem einstaklingar greiða í tekjuskatt. Heimilin skulda um 1.500 milljarða. Hvert prósentustig í vöxtum kostar okkur því um 15 milljarða. Frá aldamótum hafa vextir af nýjum húsnæðislánum verið tæplega þrefalt hærri á Íslandi (meðalvextir á Íslandi: 75% Íbúðalánasjóðs og 25% banka) en að meðaltali á Evrusvæðinu. Þessi munur nemur 7,8 prósentustigum. Tækist okkur að brúa þetta bil myndi það spara heimilunum 117 milljarða á ári, sem jafngildir tæplega 17% hækkun á ráðstöfunartekjum heimilanna að meðaltali. Fyrirtækin skulda tæpa 1.700 milljarða. Hvert prósentustig í lækkuðum vöxtum sparar þeim 17 milljarða á ári. Ef vextir fyrirtækja lækkuðu t.d. um 4 prósentustig yrði sparnaðurinn um 68 milljarðar króna á ári. Það skiptir sköpum fyrir veikburða atvinnulíf að vextir lækki til þess að fjárfestingar aukist. Þær eru nú í sögulegu lágmarki og atvinnuleysi mikið. Auknar fjárfestingar skila sér til launafólks í formi aukinnar atvinnu og aukins kaupmáttar til framtíðar. Ef við viljum sambærileg lífskjör og best þekkjast í nágrannalöndum okkar verðum við að ráðast að rót vandans og tryggja hér stöðugleika og lága vexti. Slíkt gerum við með stöðugum gjaldmiðli og agaðri hagstjórn.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun