Viðskipti erlent

Lausn launadeilu hækkar verð á kjúklingavængjum

Í dag, föstudag, er þjóðlegi kjúklingavængjadagurinn í Bandaríkjunum og það er tilefni til fagnaðar. Allar líkur eru á að langvinnri launadeilu leikmanna og eigenda liða í NFL deildinni (Bandarískum fótbolta) sé að ljúka og að lausn hafi fundist. Þetta hefur leitt til nokkurra verðhækkana á kjúklingavængjum í landinu.

Það er rík hefð fyrir því meðal almennings í Bandaríkjunum að sitja á veitingastöðum á borð við Hooters og TGI Friday og raða í sig kjúklingavængjum meðan horft er á leikina í NFL deildinni. Þar sem NFL deildin mun að öllum líkindum hefjast á réttum tíma í haust hefur verið á kjúklingavængjum hækkað þar sem eftirspurnin hefur stóraukist að því er segir í frétt hjá Bloomberg fréttaveitunni.

Áður en lausn var í sjónmáli í launadeilu NFL deildarinnar hafði verð á kjúklingavængjum hraðlækkað í Bandaríkjunum og var komið niður í lægst verð undanfarin sjö ár eða innan við 200 kr. fyrir kílóið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×