Innlent

Færri í Eyjum, fleiri á Siglufirði

Margmenn í Herjólfsdal á þjóðhátíð í fyrra
Margmenn í Herjólfsdal á þjóðhátíð í fyrra
Heldur færri virðast ætla að leggja leið sína á þjóðhátíð í Eyjum en í fyrra, en fleiri gestir eru komnir til Akureyrar og Siglufjarðar en í fyrra og búist er við miklu fjölmenni á Egilsstöðum.

Færri voru á svonefndu Húkkaraballi í Eyjum í gærkvöldi, en það er talið marka upphaf þjóðhátíðarinnar þar. Erill var hinsvegar meiri en undanfarin ár en lögreglu tókst að stilla til friðar og þurfti ekki að vista neinn i fangageymslum í nótt. Þrír þurftu að leita læknis á sjúkarhúsinu vegna óhappa, sem rekja má til ölvunar og ærsla.

Fjölmenni var komið til Egilsstaða á unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands, en búist er við allt að tíu þúsund manns þar, eða jafnvel

fleiri vegna góðrar veðurspár þar framan af helginni.

Ein með öllu á Akureyri hófst degi fyrr en venjulega, með dagskrá og þrjú þúsund manna brekkutónleikum. Í gærkvöldi voru mun fleiri gestir komnir til bæjarins en sama dag í fyrra.

Undir morgun var ráðist á tvo menn í miðbænum svo þeir þurftu að leita læknis, en málið er óupplýst.

Svonefnt húsbíla- og tjaldvagnafólk fjölmennir svo á Síldarævintýrinu á Siglufirði sem aldrei fyrr, svo stiklað sé á stóru í hátíðarhöldum verslunarmannahelgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×