Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni 29. júlí 2011 07:30 Deilur hafa verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar undanfarin ár. Eigendur minnihluta hlutafjár vilja að meirihlutinn kaupi þá út, en ekki hefur náðst samkomulag um verð. Fréttablaðið/Hari SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir þetta birtingarmynd þeirra deilna sem verið hafi við þessa hluthafa undanfarin ár. Á aðalfundi félagsins lögðu fulltrúar Stillu útgerðar fram tillögur um úttekt á fyrirtækinu. Að baki Stillu standa bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, kenndir við útgerðarfélagið Brim. Þeir eiga tæpan þriðjung í Vinnslustöðinni. Meðal þess sem fulltrúar Stillu vildu að yrði rannsakað var fyrirkomulag á afurðasölu, umboðslaun, flutningskostnaður, afleiðusamningar, vaxtaskipta- og gjaldmiðlasamningar. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu alfarið tillögum um slíka rannsókn á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar. „Þarna er verið að búa til einhverjar fréttir um rannsóknir og misferli til að reyna að knýja meirihlutann til að kaupa þá út á verði sem er óraunhæft,“ segir Sigurgeir. Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir leiki þennan leik. „Þeir geta alveg gleymt því að við förum að kaupa þá út á einhverju óraunhæfu verði og steypa okkur sjálfum í skuldir sem við ráðum ekki við. Þeir verða að átta sig á því að árið 2007 er löngu liðið,“ segir Sigurgeir. Hann segir fulltrúa Stillu í stjórn Vinnslustöðvarinnar hafa aðgang að öllum upplýsingum um félagið og því þurfi ekki að kveðja til rannsóknarnefnd og leggja í kostnaðarsama rannsókn. Í kjölfar aðalfundarins fóru fulltrúar Stillu fram á hluthafafund þar sem þeir áforma að leggja til að Vinnslustöðin höfði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum stjórnarmönnum vegna kaupa félagsins á útgerðinni Ufsabergi. Sigurgeir segir augljóst að kaup Vinnslustöðvarinnar á 35 prósenta hlut í Ufsabergi hafi verið góð kaup. Bæði fyrirtækin hafi skilað hagnaði á hverju ári frá því kaupin hafi verið gerð, og nú sé stefnt á að sameina þau. Í kjölfar þess að meirihlutinn hafnaði tillögum fulltrúa Stillu á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar voru Hjálmar og Guðmundur Kristjánssynir felldir af meirihlutanum í kjöri til stjórnar og varastjórnar, þar sem þeir áttu áður sæti. Guðmundur vildi ekki tjá sig um deilurnar í stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar í hann náðist í gær. Hann sagði þó að hann og aðrir sem standi að Stillu hafi viljað selja sinn hlut í Vinnslustöðinni í á þriðja ár, og þeir vonist til að það takist bráðlega. brjann@frettabladid.is Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir þetta birtingarmynd þeirra deilna sem verið hafi við þessa hluthafa undanfarin ár. Á aðalfundi félagsins lögðu fulltrúar Stillu útgerðar fram tillögur um úttekt á fyrirtækinu. Að baki Stillu standa bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, kenndir við útgerðarfélagið Brim. Þeir eiga tæpan þriðjung í Vinnslustöðinni. Meðal þess sem fulltrúar Stillu vildu að yrði rannsakað var fyrirkomulag á afurðasölu, umboðslaun, flutningskostnaður, afleiðusamningar, vaxtaskipta- og gjaldmiðlasamningar. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu alfarið tillögum um slíka rannsókn á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar. „Þarna er verið að búa til einhverjar fréttir um rannsóknir og misferli til að reyna að knýja meirihlutann til að kaupa þá út á verði sem er óraunhæft,“ segir Sigurgeir. Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir leiki þennan leik. „Þeir geta alveg gleymt því að við förum að kaupa þá út á einhverju óraunhæfu verði og steypa okkur sjálfum í skuldir sem við ráðum ekki við. Þeir verða að átta sig á því að árið 2007 er löngu liðið,“ segir Sigurgeir. Hann segir fulltrúa Stillu í stjórn Vinnslustöðvarinnar hafa aðgang að öllum upplýsingum um félagið og því þurfi ekki að kveðja til rannsóknarnefnd og leggja í kostnaðarsama rannsókn. Í kjölfar aðalfundarins fóru fulltrúar Stillu fram á hluthafafund þar sem þeir áforma að leggja til að Vinnslustöðin höfði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum stjórnarmönnum vegna kaupa félagsins á útgerðinni Ufsabergi. Sigurgeir segir augljóst að kaup Vinnslustöðvarinnar á 35 prósenta hlut í Ufsabergi hafi verið góð kaup. Bæði fyrirtækin hafi skilað hagnaði á hverju ári frá því kaupin hafi verið gerð, og nú sé stefnt á að sameina þau. Í kjölfar þess að meirihlutinn hafnaði tillögum fulltrúa Stillu á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar voru Hjálmar og Guðmundur Kristjánssynir felldir af meirihlutanum í kjöri til stjórnar og varastjórnar, þar sem þeir áttu áður sæti. Guðmundur vildi ekki tjá sig um deilurnar í stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar í hann náðist í gær. Hann sagði þó að hann og aðrir sem standi að Stillu hafi viljað selja sinn hlut í Vinnslustöðinni í á þriðja ár, og þeir vonist til að það takist bráðlega. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira