Góðir kostir í veiðileyfum um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2011 14:28 Núna þegar veðurspá helgarinnar liggur fyrir fara margir að hugsa um hvert þeir eigi að fara og veiða. Það eru margir spennandi kostir í boði og það þarf ekki að kosta mikið. Við tókum saman nokkra veiðileyfasala og skoðunum hvaða spennandi kostir eru í boði um helgina, og þá sér í lagi það sem kostar ekki mikið.Veiðikortið: það er frábært að hafa veiðikortið í vasanum þegar maður er á ferð um landið og vill bleyta í færi og ná kannski einhverjum bleikjum á grillið. Það er upplagt að skoða hvaða vötn eru í boði í hverjum landshluta, sjá hvaða þjónusta er í boði á svæðinu og hvernig veiðivonin er. Kostar líka sáralítið.SVFR: Þó svo að bestu leyfin séu farin þá eru flott leyfi laus t.d. í Hítarvatn og langavatn þar sem veiðin hefur verið prýðileg upp á síðskastið. Eins fyrir þá sem eru fyrir norðan þá eru laus leyfi á silungasvæðið neðan stíflu í Laxá í Aðaldal, Presthvammur, Staðartorfa og Múli. Og ef þú vilt borga aðeins meira og fá eitt fallegasta veiðisvæði landsins þá eru lausar stangir í Laxá í Mývatnssveit.Agn.is: Agnið hefur alltaf boðið upp á mikið úrval veiðileyfa en það er mikið farið af leyfum um helgina en það er laust í Brúará á mánudaginn, það er leyfi sem er vert að skoða. Eins kemstu í ódýra laxveiði á svæði Heiði/Bjallalækur í Ytri Rangá. Það er töluvert af laxi gengið upp fyrir fossa og hann dreifist á þetta svæði. Það þarf bara að finna hann, skemmtilegt svæði og góð áskorun. Svo er líka laust í Tungufljótið á silungasvæðið og ef þú vilt gera vel við þig og eiga séns á stórum laxi þá er svæði II í Blöndu laust um helgina. Og síðast og ekki síst silungasvæðið í Svartá, það verður engin svikin af því.SVAK: Þeir eru með margar af bestu sjóbleikjuám norðurlands í sölu og það eru dagar á stangli lausir hér og þar. Eitthvað lítið er laust í Hörgá en þó eitthvað, og í Norðurá og Hofsá eru líka fáir dagar lausir. Núna er vaxandi straumur svo að það gæti orðið flott sjóbleikjuveiði um helgina fyrir norðan. Það er sjálfsagt meira framboð en við tíundum hér en við vonum að þetta hjálpi ykkur eitthvað. Við minnum alla veiðiáhugamenn og konur að gleyma ekki að pakka stöngunum með í bílinn og hvetjum ykkur til að senda okkur skemmtilegar veiðifréttir og veiðimyndir frá helginni. Keyrið varlega og góða veiðihelgi! Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Núna þegar veðurspá helgarinnar liggur fyrir fara margir að hugsa um hvert þeir eigi að fara og veiða. Það eru margir spennandi kostir í boði og það þarf ekki að kosta mikið. Við tókum saman nokkra veiðileyfasala og skoðunum hvaða spennandi kostir eru í boði um helgina, og þá sér í lagi það sem kostar ekki mikið.Veiðikortið: það er frábært að hafa veiðikortið í vasanum þegar maður er á ferð um landið og vill bleyta í færi og ná kannski einhverjum bleikjum á grillið. Það er upplagt að skoða hvaða vötn eru í boði í hverjum landshluta, sjá hvaða þjónusta er í boði á svæðinu og hvernig veiðivonin er. Kostar líka sáralítið.SVFR: Þó svo að bestu leyfin séu farin þá eru flott leyfi laus t.d. í Hítarvatn og langavatn þar sem veiðin hefur verið prýðileg upp á síðskastið. Eins fyrir þá sem eru fyrir norðan þá eru laus leyfi á silungasvæðið neðan stíflu í Laxá í Aðaldal, Presthvammur, Staðartorfa og Múli. Og ef þú vilt borga aðeins meira og fá eitt fallegasta veiðisvæði landsins þá eru lausar stangir í Laxá í Mývatnssveit.Agn.is: Agnið hefur alltaf boðið upp á mikið úrval veiðileyfa en það er mikið farið af leyfum um helgina en það er laust í Brúará á mánudaginn, það er leyfi sem er vert að skoða. Eins kemstu í ódýra laxveiði á svæði Heiði/Bjallalækur í Ytri Rangá. Það er töluvert af laxi gengið upp fyrir fossa og hann dreifist á þetta svæði. Það þarf bara að finna hann, skemmtilegt svæði og góð áskorun. Svo er líka laust í Tungufljótið á silungasvæðið og ef þú vilt gera vel við þig og eiga séns á stórum laxi þá er svæði II í Blöndu laust um helgina. Og síðast og ekki síst silungasvæðið í Svartá, það verður engin svikin af því.SVAK: Þeir eru með margar af bestu sjóbleikjuám norðurlands í sölu og það eru dagar á stangli lausir hér og þar. Eitthvað lítið er laust í Hörgá en þó eitthvað, og í Norðurá og Hofsá eru líka fáir dagar lausir. Núna er vaxandi straumur svo að það gæti orðið flott sjóbleikjuveiði um helgina fyrir norðan. Það er sjálfsagt meira framboð en við tíundum hér en við vonum að þetta hjálpi ykkur eitthvað. Við minnum alla veiðiáhugamenn og konur að gleyma ekki að pakka stöngunum með í bílinn og hvetjum ykkur til að senda okkur skemmtilegar veiðifréttir og veiðimyndir frá helginni. Keyrið varlega og góða veiðihelgi!
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði