Viðskipti erlent

Sex forstjórar Mærsk með yfir 2 milljarða í laun og bónusa

Sex æðstu forstjórar danska skipa- og olíurisans A.P. Möller-Mærsk fengu samtals 100 milljónir danskra kr. eða vel yfir 2 milljarða króna í laun og bónusa á síðasta ári.

Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir árið en hagnaður Mærsk í fyrra sló öll fyrri met og endaði í 600 milljörðum króna eftir skatta.

Þeir sex sem hér um ræðir eru Nils Smedegaard Andersen æðsti forstjóri Mærsk og fimm meðstjórnendur hans.


Tengdar fréttir

Mærsk hagnaðist um rúma 600 milljarða í fyrra

Hagnaður danska skipa- og olíurisans A.P. Möller-Mærsk í fyrra sló öll met. Hagnaðurinn eftir skatta nam 28,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 600 milljörðum kr. Fyrra hagnaðarmet hjá Mærsk var sett árið 2004 þegar hagnaðurinn nam 24,4 milljörðum danskra kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×