Viðskipti erlent

Stofnandi IKEA reið ekki feitum hesti frá Kaupþingsviðskiptum

Ingvar Kamprad stofnandi IKEA og auðugasti íbúi Sviss reið ekki feitum hesti frá kaupum Álandsbankans á starfsemi Kaupþings í Svíþjóð.

Ingvar Kamprad er einn af tíu stærstu eigendum Álandsbankans en á þeim tveimur árum sem liðin er frá því að bankinn festi kaup á starfsemi Kaupþings í Svíþjóð hefur bankinn tapað ríflega 200 milljónum sænskra króna eða um 2 milljörðum króna á þeim.

Vegna taprekstursins í fyrra hefur það gerst í fyrsta sinn í 90 ára sögu Álandsbankans að eigendur hans fá ekki greiddan arð af rekstrinum.

Fjallað er um málið í Dagens Industri. Þar segir að kaupin á starfsemi Kaupþings hafi reynst Álandsbankanum þung í skauti en bankinn greiddi rúmlega 400 milljónir sænskra kr. fyrir Kaupþing í Svíþjóð.

Ingvar Kamprad hefur þó vel efni á þessu tapi. Í fyrrra var hann í efsta sæti yfir auðugustu íbúa Sviss þar sem hann er búsettur. Auður fjölskyldu hans er metinn á um 23 milljarða dollara eða hátt í 3.000 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×