Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir 23. febrúar 2011 05:30 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fleiri fréttir Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fleiri fréttir Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Sjá meira