Viðskipti erlent

Sjö látnir víkja í fyrra

Frá Kaupmannahöfn. Fjármálaeftirlit Dana fékk auknar valdheimildir.
Frá Kaupmannahöfn. Fjármálaeftirlit Dana fékk auknar valdheimildir.

Fjármálaeftirlit Danmerkur krafðist þess sjö sinnum á síðasta ári að yfirmanni í fjármálageiranum yrði vikið úr starfi, að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Þrír í þessum hópi voru bankastjórar og hafa nú allir horfið til annarra starfa, eftir því sem Berlingske hefur eftir Fjármálaeftirlitinu ytra.

Eftirlitið fékk í júlíbyrjun í fyrra auknar heimildir til að knýja á um breytingar hjá fjármálafyrirtækjum í tilvikum þar sem vafi lék á hæfi stjórnenda.

Fram kemur í Berlingske að fyrir utan bankastjórana þrjá hafi verið fjallað um mál forstjóra tryggingafélags, stjórnarformanns í tryggingafélagi og tvo starfsmenn greiðslumiðlunarfyrirtækja. Berlingske greinir frá því að áður hafi komið fram í fréttum að brottvikni forstjóri tryggingafélagsins hafi farið fyrir félaginu Brandkassen.- óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×