Fullveldi og sjálfstæði Þröstur Ólafsson skrifar 8. janúar 2011 06:30 Á öndverðri 21. öld hljóta markmið utanríkisstefnu að vera þau að bægja frá þjóðinni hættum sem samfara eru hnattvæðingunni og hámarka sjálfsforræði hennar á tímum þegar athafnasemi þjóðríkisins eru sífellt þrengri skorður settar. Með örari og fjölþættari samskiptum og opnari mörkuðum verða úrlausnarefnin fjölþjóðleg og snerta margar þjóðir í senn. Þess vegna leysa þjóðríkin sífellt færri vandamál ein og sér. Þau geta ekki haft áhrif á lausn þeirra nema í nánu samstarfi. Án samþykkis hinna ríkjanna næst engin lausn. Vandamál á alþjóðavettvangi verða til í samfléttu margra og verða ekki leyst nema í samfléttu margra. Umhverfismál, vinnumarkaðsmál, þróun fjármálakerfis heimsins, efnahagsmál og varnarmál, svo nokkur dæmi séu nefnd, verða að hættulegri ringulreið án aðkomu og mótunar þeirra stóru efnahagsheilda sem myndast hafa eftir endalok kalda stríðsins. Þessum málaflokkum fjölgar ár frá ári. Meira að segja stóru löndin tengjast bandalögum og telja fullveldi sínu betur fyrir komið þar en ein og sér þar sem áhrifaleysið blasir við þeim. Fullveldi er að móta eigin þróun, eigin örlög. Á tímum hnattvæðingar merkir það að geta haft áhrif á ákvarðanir annarra þjóða til að geta unnið eigin hagsmunum brautargengi. Það heitir að deila fullveldi. Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en fær hlutdeild í fullveldi annarra þjóða á móti. Skert fullveldi Í ljósi þessa íhuga nú flestar þjóðir framtíðarstöðu sína til þess að geta varið hagsmuni sína sem best. Við þurfum einnig að skoða þá kosti sem við okkur blasa. Við verðum að nálgast þessa greiningu út frá jarðbundinni skynsemi en ekki af tilfinningasemi eða stórkarlalegri þjóðrembu. Fyrsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er sú hvort okkur muni kannski farnast best ein og óstudd til framtíðar. Segja má að við höfum hvorki verið fullvalda né sjálfstæð frá 1918 til 1944. Við lýðveldisstofnunina fengum við formlegt sjálfstæði en sömdum síðan við Bandaríkin um að afsala okkur einum mikilvægasta þætti fullveldisins, sem eru varnarmál. Hér var ekki um að ræða að deila fullveldi, því við höfðum afar lítið um það að segja hvernig vörnunum var háttað eða hve lengi, eins og best kom í ljós þegar herinn fór nánast án þess að kveðja. En við afsöluðum okkur aldrei því formlega sjálfstæði sem við höfðum öðlast 1944. Við höfðum það í hendi okkar að segja varnarsamningnum upp. Ein á báti Þótt hrunið hafi að mestu leyti verið heimatilbúið hefði það aldrei getað gerst án þeirrar hnattvæðingar sem bankarnir tóku þátt í. Ríkisstjórnir allt frá einkavæðingu bankanna til 2008 lokuðu augunum fyrir þeirri vá sem stafaði af þátttöku okkar í fjármálalegri hnattvæðingu. Sú hætta kom ekki bara utanfrá heldur ekki síður af heimaslóðum. Smáþjóð með örmynt var ein og sér. Flestar greiningar benda til þess að krónan muni ekki geta staðið af sér frelsi á fjármálamörkuðum, sú tilraun mistókst. Ef við viljum vera áfram ein og sér munum við ekki geta búið við frjálst fjármagnsflæði og frjáls gjaldeyrisviðskipti. Það mun hefta þróun atvinnulífsins. Við munum einnig eiga í erfiðleikum með alþjóðlega samninga. Nú þegar grillir í útlínur valdamiðstöðva heimsins á öldinni. Það dylst engum að áhrif litlu þjóðanna fara dvínandi, nema þær myndi mótvægi við heimsveldin bæði ný og gömul. Án mótvægis minnkar fullveldi og sjálfstæði litlu þjóðanna, því ákvarðanir sem snerta afkomu þeirra verða annars teknar án aðkomu þeirra. Í vaxandi átökum um orku, vatn og hvers konar auðlindir munu styrkleikahlutföllin skipta sköpum. Við horfum nú þegar upp á litlar þjóðir í Afríku verða auðveld fórnarlömb Kínaveldis, sem ágirnist auðlindir hvar sem er. Fræðilega séð getum við haldið áfram að vera ein og sér. Fórnarkostnaðurinn verður fyrst efnahagslegur, sem eina landið í vestanverðri Evrópu sem búa mun við haftastefnu. Við ættum að þekkja hana og afleiðingar hennar. En fórnarkostnaðurinn verður þó einkum stjórnmálalegur. Fullveldi okkar mun skerðast, því við munum trauðla hafa styrk til að ná fullnægjandi árangri við tvíhliða hagsmunagæslu okkar og verða undir. Hætt er við að lítil þjóð ein á báti verði leiksoppur þeirra stórþjóða sem ásælast hér aðstöðu eða auðlindir. Það er barnaskapur að loka augunum fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Á öndverðri 21. öld hljóta markmið utanríkisstefnu að vera þau að bægja frá þjóðinni hættum sem samfara eru hnattvæðingunni og hámarka sjálfsforræði hennar á tímum þegar athafnasemi þjóðríkisins eru sífellt þrengri skorður settar. Með örari og fjölþættari samskiptum og opnari mörkuðum verða úrlausnarefnin fjölþjóðleg og snerta margar þjóðir í senn. Þess vegna leysa þjóðríkin sífellt færri vandamál ein og sér. Þau geta ekki haft áhrif á lausn þeirra nema í nánu samstarfi. Án samþykkis hinna ríkjanna næst engin lausn. Vandamál á alþjóðavettvangi verða til í samfléttu margra og verða ekki leyst nema í samfléttu margra. Umhverfismál, vinnumarkaðsmál, þróun fjármálakerfis heimsins, efnahagsmál og varnarmál, svo nokkur dæmi séu nefnd, verða að hættulegri ringulreið án aðkomu og mótunar þeirra stóru efnahagsheilda sem myndast hafa eftir endalok kalda stríðsins. Þessum málaflokkum fjölgar ár frá ári. Meira að segja stóru löndin tengjast bandalögum og telja fullveldi sínu betur fyrir komið þar en ein og sér þar sem áhrifaleysið blasir við þeim. Fullveldi er að móta eigin þróun, eigin örlög. Á tímum hnattvæðingar merkir það að geta haft áhrif á ákvarðanir annarra þjóða til að geta unnið eigin hagsmunum brautargengi. Það heitir að deila fullveldi. Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en fær hlutdeild í fullveldi annarra þjóða á móti. Skert fullveldi Í ljósi þessa íhuga nú flestar þjóðir framtíðarstöðu sína til þess að geta varið hagsmuni sína sem best. Við þurfum einnig að skoða þá kosti sem við okkur blasa. Við verðum að nálgast þessa greiningu út frá jarðbundinni skynsemi en ekki af tilfinningasemi eða stórkarlalegri þjóðrembu. Fyrsta spurningin sem við verðum að spyrja okkur er sú hvort okkur muni kannski farnast best ein og óstudd til framtíðar. Segja má að við höfum hvorki verið fullvalda né sjálfstæð frá 1918 til 1944. Við lýðveldisstofnunina fengum við formlegt sjálfstæði en sömdum síðan við Bandaríkin um að afsala okkur einum mikilvægasta þætti fullveldisins, sem eru varnarmál. Hér var ekki um að ræða að deila fullveldi, því við höfðum afar lítið um það að segja hvernig vörnunum var háttað eða hve lengi, eins og best kom í ljós þegar herinn fór nánast án þess að kveðja. En við afsöluðum okkur aldrei því formlega sjálfstæði sem við höfðum öðlast 1944. Við höfðum það í hendi okkar að segja varnarsamningnum upp. Ein á báti Þótt hrunið hafi að mestu leyti verið heimatilbúið hefði það aldrei getað gerst án þeirrar hnattvæðingar sem bankarnir tóku þátt í. Ríkisstjórnir allt frá einkavæðingu bankanna til 2008 lokuðu augunum fyrir þeirri vá sem stafaði af þátttöku okkar í fjármálalegri hnattvæðingu. Sú hætta kom ekki bara utanfrá heldur ekki síður af heimaslóðum. Smáþjóð með örmynt var ein og sér. Flestar greiningar benda til þess að krónan muni ekki geta staðið af sér frelsi á fjármálamörkuðum, sú tilraun mistókst. Ef við viljum vera áfram ein og sér munum við ekki geta búið við frjálst fjármagnsflæði og frjáls gjaldeyrisviðskipti. Það mun hefta þróun atvinnulífsins. Við munum einnig eiga í erfiðleikum með alþjóðlega samninga. Nú þegar grillir í útlínur valdamiðstöðva heimsins á öldinni. Það dylst engum að áhrif litlu þjóðanna fara dvínandi, nema þær myndi mótvægi við heimsveldin bæði ný og gömul. Án mótvægis minnkar fullveldi og sjálfstæði litlu þjóðanna, því ákvarðanir sem snerta afkomu þeirra verða annars teknar án aðkomu þeirra. Í vaxandi átökum um orku, vatn og hvers konar auðlindir munu styrkleikahlutföllin skipta sköpum. Við horfum nú þegar upp á litlar þjóðir í Afríku verða auðveld fórnarlömb Kínaveldis, sem ágirnist auðlindir hvar sem er. Fræðilega séð getum við haldið áfram að vera ein og sér. Fórnarkostnaðurinn verður fyrst efnahagslegur, sem eina landið í vestanverðri Evrópu sem búa mun við haftastefnu. Við ættum að þekkja hana og afleiðingar hennar. En fórnarkostnaðurinn verður þó einkum stjórnmálalegur. Fullveldi okkar mun skerðast, því við munum trauðla hafa styrk til að ná fullnægjandi árangri við tvíhliða hagsmunagæslu okkar og verða undir. Hætt er við að lítil þjóð ein á báti verði leiksoppur þeirra stórþjóða sem ásælast hér aðstöðu eða auðlindir. Það er barnaskapur að loka augunum fyrir því.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar