Reikningsskapur Líf Magneudóttir skrifar 16. ágúst 2011 07:00 Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. Það er því athyglisvert að skoða þessa þriggja ára áætlun með hliðsjón af ummælum Dags, en hún er aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar má sjá að gert er ráð fyrir nákvæmlega sömu skatttekjum öll þrjú árin sem spáin nær til. Og það er kannski ekki skrýtið því áætlun þeirra Dags og Jóns gerir ráð fyrir óbreyttum launakostnaði næstu þrjú árin (sem sagt – sama kostnaði og í ár). Það er óþarfi að rekja tölurnar í smáatriðum en sömu sögu er að segja um áætlun vegna samstæðunnar, A- og B-hluta borgarsjóðs. Þetta er auðvitað ekki hægt að kalla framreikninga, þar sem ekkert er reiknað, og getur því áætlanagerð af þessu tagi varla fengið háa einkunn. Í inngangi hennar má kannski finna skýringu á þessu en þar segir að ekki sé tekið tillit til nýgerðra kjarasamninga við starfsmenn borgarinnar; að ekki sé tekið tillit til vísbendinga um óhagstæðara verðlag gengisþróunar (en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011), að ekki sé gert ráð fyrir ábendingum fagsviða um mögulega kostnaðarauka á næstu árum og að ekki sé gert ráð fyrir aukningu útsvarstekna og fasteignagjalda umfram það sem núgildandi álagningarhlutföll og álagningarstofnar leiða af sér. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir neinu sem liggur fyrir að muni gerast á næstu þremur árum, telur Dagur Eggertsson, og væntanlega Jón Gnarr líka, að nauðsynlegt sé að bíða eftir tölum um kostnað vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríkinu. Það er mikilvægur málaflokkur og ég skil að honum vilji menn sinna vel. En er ekki frekar lélegt að nota flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélags sem afsökun fyrir því að meirihlutinn í Reykjavík geti ekki komið saman þriggja ára áætlun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. Það er því athyglisvert að skoða þessa þriggja ára áætlun með hliðsjón af ummælum Dags, en hún er aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar má sjá að gert er ráð fyrir nákvæmlega sömu skatttekjum öll þrjú árin sem spáin nær til. Og það er kannski ekki skrýtið því áætlun þeirra Dags og Jóns gerir ráð fyrir óbreyttum launakostnaði næstu þrjú árin (sem sagt – sama kostnaði og í ár). Það er óþarfi að rekja tölurnar í smáatriðum en sömu sögu er að segja um áætlun vegna samstæðunnar, A- og B-hluta borgarsjóðs. Þetta er auðvitað ekki hægt að kalla framreikninga, þar sem ekkert er reiknað, og getur því áætlanagerð af þessu tagi varla fengið háa einkunn. Í inngangi hennar má kannski finna skýringu á þessu en þar segir að ekki sé tekið tillit til nýgerðra kjarasamninga við starfsmenn borgarinnar; að ekki sé tekið tillit til vísbendinga um óhagstæðara verðlag gengisþróunar (en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011), að ekki sé gert ráð fyrir ábendingum fagsviða um mögulega kostnaðarauka á næstu árum og að ekki sé gert ráð fyrir aukningu útsvarstekna og fasteignagjalda umfram það sem núgildandi álagningarhlutföll og álagningarstofnar leiða af sér. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir neinu sem liggur fyrir að muni gerast á næstu þremur árum, telur Dagur Eggertsson, og væntanlega Jón Gnarr líka, að nauðsynlegt sé að bíða eftir tölum um kostnað vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríkinu. Það er mikilvægur málaflokkur og ég skil að honum vilji menn sinna vel. En er ekki frekar lélegt að nota flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélags sem afsökun fyrir því að meirihlutinn í Reykjavík geti ekki komið saman þriggja ára áætlun?
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun