Innlent

Prjónað á almannafæri

Íslendingar eru ekki óvanir því að prjóna úti, en þessi mynd var tekin á prjónasamkomu í Hallargarðinum árið 2008.
Íslendingar eru ekki óvanir því að prjóna úti, en þessi mynd var tekin á prjónasamkomu í Hallargarðinum árið 2008.
Prjónað verður á almannafæri á Austurvelli þann 16. júní næstkomandi, en viðburðurinn er hluti af "alþjóðlega almenningsprjónadeginum" eða "World Wide knit in public day". Verður þetta í fyrsta skiptið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi.

Dagurinn er stærsti prjónaviðburður í heimi og er skipulagður af sjálfboðaliðum á hverju svæði fyrir sig út frá sínu umhverfi og sinni menningu og hefur því hver viðburður sinn einstaka brag.

Skipuleggjendur dagsins á Íslandi segja fólk gjarnan mæta á viðburðinn til þess að sýna fram á að það séu ekki bara ömmur sem prjóni en vilja um leið þakka ömmunum fyrir að hafa viðhaldið þekkingunni og komið henni áleiðis til næstu kynslóða.

Alþjóðlegi prjónadagurinn er í raun öllu lengri en nafn hans segir til um en hann á sér stað víðsvegar um heiminn á bilinu 11. til 19. júní. Fimmtudagurinn 16. júní varð þó fyrir valinu á Íslandi og hvetja skipuleggjendur dagsins alla prjónara til að mæta með teppi, kaffi, kakó og auðvitað prjónana sjálfa.

Upplýsingar um daginn má nálgast hér og á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×