Yfirvöld brjóta gegn réttindum Jóels 12. janúar 2011 22:20 Sigurður Kári segir mál Jóels óskiljanlegt. Ljóst sé að ð innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess séu að brjóta gegn réttindum drengsins „Ég skil ekki hvers vegna innanríkisráðuneyti Ögmundar Jónassonar er ekki búið að gefa út vegabréf fyrir drenginn svo hann geti snúið heim til Íslands," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um mál Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Þingmaðurinn segir alla sjá hversu fráleitt það sé af íslenskum stjórnvöldum að þverskallast við að gefa út vegabréf fyrir Jóel í ljósi þeirra réttinda sem stjórnarskráin eigi að tryggja honum eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Hjónin Helga Sveinsdóttir og Einar Þór Færseth eignuðust Jóel á síðasta ári með aðstoð indverskrar staðgöngumóður. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi og því hefur fjölskyldan verið föst í Indlandi í um þrjá mánuði. Alþingi veitti Jóel ríkisborgararétt skömmu fyrir jól en þrátt fyrir það fær hann ekki vegabréf. Íslensk yfirvöld líta nefnilega svo á að konan sem ól Jóel og eignmaður hennar séu foreldrar hans hvað sem líður samningum um annað.Jóel Færseth Einarsson var getinn með tæknifrjóvgun og alinn af indverskri staðgöngumóður. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt skömmu fyrir jól. Þrátt fyrir það fær Jóel ekki vegabréf.Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í gær segir að unnið hafi verið að því, í samvinnu við indversk stjórnvöld, að varpa ljósi á réttarstöðu barnsins. Í pistli á heimasíðu sinni í kvöld segir Sigurður Kári málið óskiljanlegt. „Það hlýtur að koma til skoðunar síðar hvaða afleiðingar þetta sinnuleysi og þessi þvermóðska íslenskra stjórnvalda í garð drengsins kann að hafa í framtíðinni fyrir íslenska ríkið. Því augljóst er að innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess eru að brjóta gegn réttindum drengsins." Tengdar fréttir Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. 7. janúar 2011 14:17 Ráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá Indlandi Innanríkisráðuneytið bíður eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn ráðuneytisins um forsjá Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Vonast er til að Jóel geti fengið íslenskt vegabréf þegar upplýsingar frá indverskum stjórnvöldum hefur borist. 11. janúar 2011 17:34 Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. 12. janúar 2011 07:00 „Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi" „Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld. 10. janúar 2011 20:23 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
„Ég skil ekki hvers vegna innanríkisráðuneyti Ögmundar Jónassonar er ekki búið að gefa út vegabréf fyrir drenginn svo hann geti snúið heim til Íslands," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um mál Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Þingmaðurinn segir alla sjá hversu fráleitt það sé af íslenskum stjórnvöldum að þverskallast við að gefa út vegabréf fyrir Jóel í ljósi þeirra réttinda sem stjórnarskráin eigi að tryggja honum eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Hjónin Helga Sveinsdóttir og Einar Þór Færseth eignuðust Jóel á síðasta ári með aðstoð indverskrar staðgöngumóður. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi og því hefur fjölskyldan verið föst í Indlandi í um þrjá mánuði. Alþingi veitti Jóel ríkisborgararétt skömmu fyrir jól en þrátt fyrir það fær hann ekki vegabréf. Íslensk yfirvöld líta nefnilega svo á að konan sem ól Jóel og eignmaður hennar séu foreldrar hans hvað sem líður samningum um annað.Jóel Færseth Einarsson var getinn með tæknifrjóvgun og alinn af indverskri staðgöngumóður. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt skömmu fyrir jól. Þrátt fyrir það fær Jóel ekki vegabréf.Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í gær segir að unnið hafi verið að því, í samvinnu við indversk stjórnvöld, að varpa ljósi á réttarstöðu barnsins. Í pistli á heimasíðu sinni í kvöld segir Sigurður Kári málið óskiljanlegt. „Það hlýtur að koma til skoðunar síðar hvaða afleiðingar þetta sinnuleysi og þessi þvermóðska íslenskra stjórnvalda í garð drengsins kann að hafa í framtíðinni fyrir íslenska ríkið. Því augljóst er að innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess eru að brjóta gegn réttindum drengsins."
Tengdar fréttir Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. 7. janúar 2011 14:17 Ráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá Indlandi Innanríkisráðuneytið bíður eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn ráðuneytisins um forsjá Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Vonast er til að Jóel geti fengið íslenskt vegabréf þegar upplýsingar frá indverskum stjórnvöldum hefur borist. 11. janúar 2011 17:34 Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. 12. janúar 2011 07:00 „Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi" „Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld. 10. janúar 2011 20:23 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. 7. janúar 2011 14:17
Ráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá Indlandi Innanríkisráðuneytið bíður eftir viðbrögðum indverskra stjórnvalda við fyrirspurn ráðuneytisins um forsjá Jóels Færseth Einarssonar, sem hefur verið fastur ásamt foreldrum sínum á Indlandi síðan í nóvember. Vonast er til að Jóel geti fengið íslenskt vegabréf þegar upplýsingar frá indverskum stjórnvöldum hefur borist. 11. janúar 2011 17:34
Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. 12. janúar 2011 07:00
„Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi" „Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld. 10. janúar 2011 20:23