Lag til heiðurs McCartney 17. janúar 2011 09:00 Sigurður Eyberg hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, Finger Of God (Toes of Paul McCartney). Fréttablaðið/Anton Sigurður Eyberg úr rokksveitinni Deep Jimi and the Zep Creams hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Eitt lag er tileinkað Paul McCartney. „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda," segir Sigurður Eyberg, sem hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, Finger Of God (Toes of Paul McCartney). Sigurður, sem er söngvari rokksveitarinnar Deep Jimi and the Zep Creams, blandar saman ýmsum tónlistarstefnum á plötunni, þar á meðal danstónlist, poppi og rokki, á forvitnilegan hátt. „Maður er búinn að vera að semja fullt af dóti og svo var þetta farið að hlaðast það mikið upp að ég hugsaði að nú yrði maður að tappa af þessu," útskýrir hann. „Ég setti þetta inn í tónlistarforrit og fór að setja „lúppur" undir til að sjá hvernig þessi lög eða lagabútar væru að virka. Þetta fór að taka á sig skemmtilega mynd og ég ákvað að gera plötu sem tæki mikið mið af þessum prufuupptökum." Eitt lag á plötunni er tileinkað Paul McCartney og nefnist When I"m 69, sem er grín-útúrsnúningur úr Bítlalaginu When I"m 64. „Mér fannst þetta alveg kjörið þar sem hann verður 69 ára á árinu. Nafnið á plötunni spratt upp út frá því," segir hann en vill ekki meina að McCartney sé í meira uppáhaldi hjá sér en aðrir. Sigurður býður aðdáendum sínum að taka þátt í tónlistarsköpun sinni á síðunni Sigurdureyberg.com. Uppátækið er óvenjulegt og á rætur sínar að rekja til „samtala" sem hann hefur átt við áhorfendur í gegnum leikhúsið, en Sigurður er menntaður leikari. „Mér finnst orðið erfitt að hafa mig upp úr sófanum frá tölvuskjánum og ég held að það séu margir þannig. Þetta samtal við áhorfendur sem maður fær í gegnum „live"-spilamennsku er ekki svo mikið til staðar í þessu verkefni en þú getur fengið það í gegnum svona samtal. Það verður gaman að sjá hvaða viðbrögð ég fæ við þessu." Spurður hvort ekkert tónleikahald sé þá fram undan segir Sigurður: „Ég er meira að horfa á heimasíðuna. Mig langar að ná upp þessu samtali þar og stemningu." freyr@frettabladid.is Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Sigurður Eyberg úr rokksveitinni Deep Jimi and the Zep Creams hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Eitt lag er tileinkað Paul McCartney. „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda," segir Sigurður Eyberg, sem hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, Finger Of God (Toes of Paul McCartney). Sigurður, sem er söngvari rokksveitarinnar Deep Jimi and the Zep Creams, blandar saman ýmsum tónlistarstefnum á plötunni, þar á meðal danstónlist, poppi og rokki, á forvitnilegan hátt. „Maður er búinn að vera að semja fullt af dóti og svo var þetta farið að hlaðast það mikið upp að ég hugsaði að nú yrði maður að tappa af þessu," útskýrir hann. „Ég setti þetta inn í tónlistarforrit og fór að setja „lúppur" undir til að sjá hvernig þessi lög eða lagabútar væru að virka. Þetta fór að taka á sig skemmtilega mynd og ég ákvað að gera plötu sem tæki mikið mið af þessum prufuupptökum." Eitt lag á plötunni er tileinkað Paul McCartney og nefnist When I"m 69, sem er grín-útúrsnúningur úr Bítlalaginu When I"m 64. „Mér fannst þetta alveg kjörið þar sem hann verður 69 ára á árinu. Nafnið á plötunni spratt upp út frá því," segir hann en vill ekki meina að McCartney sé í meira uppáhaldi hjá sér en aðrir. Sigurður býður aðdáendum sínum að taka þátt í tónlistarsköpun sinni á síðunni Sigurdureyberg.com. Uppátækið er óvenjulegt og á rætur sínar að rekja til „samtala" sem hann hefur átt við áhorfendur í gegnum leikhúsið, en Sigurður er menntaður leikari. „Mér finnst orðið erfitt að hafa mig upp úr sófanum frá tölvuskjánum og ég held að það séu margir þannig. Þetta samtal við áhorfendur sem maður fær í gegnum „live"-spilamennsku er ekki svo mikið til staðar í þessu verkefni en þú getur fengið það í gegnum svona samtal. Það verður gaman að sjá hvaða viðbrögð ég fæ við þessu." Spurður hvort ekkert tónleikahald sé þá fram undan segir Sigurður: „Ég er meira að horfa á heimasíðuna. Mig langar að ná upp þessu samtali þar og stemningu." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“