Hafa skal það sem sannara reynist Guðný Ýr Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2011 15:00 Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. Í síðasta kafla bókarinnar, „Nokkrar niðurstöður", segir: „Eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 gekk Petrína Jakobsson úr Sósíalistaflokknum, en Katrín Thoroddsen bifaðist ekki. Jón úr Vör mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, en Sigfús Daðason var ófáanlegur til þess" (bls. 531). Þetta fullyrðir Hannes Hólmsteinn án nokkurra röksemda. Hann tilgreinir ekki heimildir sínar, hver eða hverjir það voru sem reyndu án árangurs að fá Sigfús til að mótmæla þessum ofbeldisverkum. Skemmst er frá því að segja að þetta eru helber ósannindi. Sigfús Daðason var vissulega pólitískur en hann var ekki flokkspólitískur. Hann var víðsýnn og tók ávallt sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má taka að Sigfús hélt til náms í Frakklandi árið 1951 þó svo að Kristinn E. Andrésson, sem var honum afar góður á æskuárunum og Sigfús mat mikils, vildi að hann færi til Moskvu eða Austur-Þýskalands þar sem hægt var að fá ríflega styrki til náms. Sigfús var í París þegar Sovétríkin gerðu innrás í Ungverjaland 4. nóvember 1956. Að beiðni ritstjórnar tímaritsins Birtings skrifaði Sigfús 26. sama mánaðar greinina „Fyrirspurn svarað" sem birtist í 4. hefti ritsins 1956. Í greininni fór hann hörðum orðum um arðrán stórþjóða á smáríkjum og fordæmdi afdráttarlaust ofbeldisverk stórvelda gagnvart smáþjóðum, bæði innrás Sovétmanna í Ungverjaland og Breta og Frakka í Egyptaland. Hann minnti jafnframt á „fordæðuverkin" sem framin voru „í Indókína og Guatemala, Kenya og Alsír, Egyptalandi og Madagascar." Í XIV kvæði í Höndum og orðum (1959) – „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys" – tekur Sigfús upp þráðinn á ný og fjallar með eftirminnilegum hætti um pólitískan veruleika smáríkja og hervelda. Eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 skrifaði Sigfús, sem þá var einn þriggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar, ritstjórnargrein „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann". Niðurstaða hans var að ekkert gæti réttlætt innrásina. Greinin fékkst ekki birt. Handrit Sigfúsar að greininni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins og á það hefur Sigfús skrifað „varð ekki birt". Í staðinn birti Kristinn E. Andrésson greinina „Stúdentahreyfingin". Þessi dæmi sýna að Sigfús var alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni til stórvelda og smáríkja. Hann stóð með hinum kúguðu gegn kúgurunum. Þess vegna ítreka ég að sú staðhæfing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Sigfús Daðason hafi verið ófáanlegur til að mótmæla ofbeldisverkum Kremlverja í Ungverjalandi er staðlausu stafir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir "varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. Í síðasta kafla bókarinnar, „Nokkrar niðurstöður", segir: „Eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 gekk Petrína Jakobsson úr Sósíalistaflokknum, en Katrín Thoroddsen bifaðist ekki. Jón úr Vör mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, en Sigfús Daðason var ófáanlegur til þess" (bls. 531). Þetta fullyrðir Hannes Hólmsteinn án nokkurra röksemda. Hann tilgreinir ekki heimildir sínar, hver eða hverjir það voru sem reyndu án árangurs að fá Sigfús til að mótmæla þessum ofbeldisverkum. Skemmst er frá því að segja að þetta eru helber ósannindi. Sigfús Daðason var vissulega pólitískur en hann var ekki flokkspólitískur. Hann var víðsýnn og tók ávallt sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má taka að Sigfús hélt til náms í Frakklandi árið 1951 þó svo að Kristinn E. Andrésson, sem var honum afar góður á æskuárunum og Sigfús mat mikils, vildi að hann færi til Moskvu eða Austur-Þýskalands þar sem hægt var að fá ríflega styrki til náms. Sigfús var í París þegar Sovétríkin gerðu innrás í Ungverjaland 4. nóvember 1956. Að beiðni ritstjórnar tímaritsins Birtings skrifaði Sigfús 26. sama mánaðar greinina „Fyrirspurn svarað" sem birtist í 4. hefti ritsins 1956. Í greininni fór hann hörðum orðum um arðrán stórþjóða á smáríkjum og fordæmdi afdráttarlaust ofbeldisverk stórvelda gagnvart smáþjóðum, bæði innrás Sovétmanna í Ungverjaland og Breta og Frakka í Egyptaland. Hann minnti jafnframt á „fordæðuverkin" sem framin voru „í Indókína og Guatemala, Kenya og Alsír, Egyptalandi og Madagascar." Í XIV kvæði í Höndum og orðum (1959) – „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys" – tekur Sigfús upp þráðinn á ný og fjallar með eftirminnilegum hætti um pólitískan veruleika smáríkja og hervelda. Eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 skrifaði Sigfús, sem þá var einn þriggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar, ritstjórnargrein „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann". Niðurstaða hans var að ekkert gæti réttlætt innrásina. Greinin fékkst ekki birt. Handrit Sigfúsar að greininni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins og á það hefur Sigfús skrifað „varð ekki birt". Í staðinn birti Kristinn E. Andrésson greinina „Stúdentahreyfingin". Þessi dæmi sýna að Sigfús var alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni til stórvelda og smáríkja. Hann stóð með hinum kúguðu gegn kúgurunum. Þess vegna ítreka ég að sú staðhæfing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Sigfús Daðason hafi verið ófáanlegur til að mótmæla ofbeldisverkum Kremlverja í Ungverjalandi er staðlausu stafir.
"varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun