Íslenski boltinn

KSÍ áminnti hóp dómara: Busavígsla á árshátíð fór yfir strikið

Hópur knattspyrnudómara var tekinn á teppið hjá framkvæmdastjóra KSÍ í gær. Þeir voru ávíttir fyrir að ganga of langt í busavígslu sem fór úr böndunum á árshátíð félags deildardómara í Úthlíð.

Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þar hafi menn farið yfir strikið. Málið fór inn á borð til KSÍ eftir að kvartanir bárust frá aðilum sem fengu nóg eftir þessa busavígslu en alls voru um 40 dómarar á námskeiðinu í Úthlíð á vegum KSÍ

„Menn eru ekki sáttir við hvernig þetta fór fram og við tókum þannig á málinu að þeir dómarar sem tóku þátt í þessu voru kallaðir á fund þar sem þeir fengu áminningu. Þeir sjá eftir þessum atburði og hafa beðið viðkomandi aðila afsökunar," segir Þórir m.a. í viðtalinu við Hans Steinar Bjarnason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×