Virkjum tækifærin Þorkell Sigurlaugsson skrifar 16. mars 2011 06:00 Það voru ákveðin tímamót þegar stoðtækjafyrirtækið Össur ákvað á aðalfundi í síðustu viku að að taka hlutabréf félagsins af skrá Kauphallar Íslands og skrá það eingöngu erlendis. Þetta var staðfesting á því, sem blasað hefur við, að efnahags- og stjórnmálaumhverfi hér á landi er mjög óhagstætt og sérstaklega þeim fyrirtækjum sem þurfa að afla hlutafjár eða lánsfjár á alþjóðamarkaði. Á aðalfundi Marels, einnig í síðustu viku, voru uppi sömu áhyggjur varðandi stöðu íslensku krónunnar og efnahagsmál. Velgengni þessarra tveggja fyrirtækja er okkur mikils virði og áhyggjuefni þegar eigendur þeirra og stjórnendur hafa misst trú á íslensku efnhagslífi og hlutabréfamarkaði.Hagsmunir þjóðarinnar skipta mestu máli og í því ljósi þarf að meta áhættu sem við erum að taka og horfa á heildarhagsmunina. Þeir sem kjósa um Icesave mega ekki kjósa með það í huga hvað sé líklegast til að fella ríkisstjórnina. Umræðan um Evópusambandið má heldur ekki snúast eingöngu um fjárhagslegan gróða, hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hvað einstaka flokkar vilja. Þjóðin hefur yfirleitt reynt að leysa ágreining við aðrar þjóðir með samningum hvort sem var í landhelgisdeilum eða á öðrum sviðum. Það þurfum við að gera áfram eins og kostur er. Sjálfstæði þjóðarinnar felst ekki í því að halda íslensku krónunni eða líta á okkur sem efnahagslegt eyland. Sjálfstæði snýst um það að byggja upp sterkt atvinnulíf og hafa sterka og stefnufasta ríkisstjórn sem vinnur vel með þjóðinni að virkja þau fjölmörgu tækifæri sem við eigum. Við búum þrátt fyrir allt í einu besta samfélagi í heimi og eigum öll rétt á að njóta þess. En til þess þurfum við að virkja tækifærin. Þau blasa hvarvetna við okkur.Krónan nothæf í tölvuleikjum Þótt útflutningsgreinar hafi notið þess tímabundið að íslenska krónan hafi veikst, þá er krónan sem gjaldmiðill ónothæf til framtíðar. Það má jafnvel leiða líkur að því að krónan og sú peningamálastefna sem ríkti í kringum hana hafi átt stóran þátt í banka- og efnahagshruninu í samspili við stjórnlaust bankakerfi. Efnahagsumhverfið hefur almennt versnað verulega undanfarin ár og Icesave óvissan veldur truflun í viðskiptum og fjármögnun. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, komu upp svipaðar áhyggjur í sjónvarpsviðtali, en hann bindur þó vonir við umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í tölvuleikjum eru oft notaðir heimasmíðaðir gjaldmiðlar, og þar getur íslenska krónan verið ágætlega brúkleg. Því miður höfum við verið að nota íslenska hagkerfið með krónuna sem dýrkeypta „tilraunastofu" í efnahagsstjórnun.Ísland – land tækifæranna En hér á landi starfa einnig fyrirtæki sem hafa í áratugi verið í alþjóðlegum viðskiptum og skilað þjóðinni gífurlegum verðmætum og tryggt hér góð lífskjör. Þar má nefna samgöngufyrirtæki, fyrirtæki í sjávarútvegi, orkuvinnslu og nýtingu hennar, ferðaþjónustu og fyrirtæki í margvíslegum iðnaði, verslun og viðskiptum sem eru einnig grundvöllur að okkar lífskjörum. Mikilvægi fjármálafyrirtækja má heldur ekki gleymast, en án stuðnings þeirra, hefðu Marel, Icelandair og Össur, svo dæmi séu tekin, aldrei orðið öflug alþjóðleg fyrirtæki. Einstaklingar og fyrirtæki á sviði skapandi greina, svo sem tónlistar, myndlistar, leiklistar, hönnunar o.fl. hafa einnig náð stórkostlegum árangri. Tækifæri hér á landi eru gríðarlega mikil ef vel er haldið á málum. Það var kynnt vel á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs þann 16. febrúar sl. og Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, kom einnig sterkt inn á þessa þætti á Iðnþingi sl. fimmtudag. Flest byggja tækifærin á því að við séum í góðum samskiptum við alþjóðasamfélagið og höldum vel á okkar efnahagsmálum, stjórnmálum, grunnstoðum og reglum samfélagsins. Ég vil hér nefna fjögur atriði um þá einstöku aðstöðu sem við búum við. 1. Hafsvæði kringum Ísland er mikil auðlind. Bæði sjávarfang og aðrar auðlindir tengjast hafsvæðinu og landgrunninu. Þar höfum við verið til fyrirmyndar í nýtingu auðlindarinnar og verðmætasköpun. 2. Orkulindir fallvatna og jarðvarma eru einstakar og gífurlega verðmætar á tímum orkuskorts og hækkandi orkuverðs á næstu árum. Mikil tækifæri eru þar næstu árin. 3. Náttúra landsins og landfræðileg lega, friðsæld, öryggi, gott veðurfar, vatn og umhverfi, er auðlind sem bæði skapar verðmæti og bætt lífsgæði. Styrkleiki okkar á þessu sviði fer vaxandi. 4. Góð menntun þjóðarinnar, arfleifð og menning er auðlind sem við höfum náð að gera að verðmæti sem hefur vakið athygli víða um heim. Nú ættum við að einblína á tækifærin, nýta þau og ryðja burt hindrunum og leggja áherslu á nýsköpun hugarfarsins eins og Helgi orðaði það svo vel. Samfélagsleg ábyrgð og velferðarkerfi byggir einnig á því að deila góðu með slæmu. Við viljum öll njóta þess góða sem fyrirtæki og einstaklingar skapa og verðum líka stundum að taka á okkur sameiginlega ábyrgð þegar illa fer eins og í bankahruninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Það voru ákveðin tímamót þegar stoðtækjafyrirtækið Össur ákvað á aðalfundi í síðustu viku að að taka hlutabréf félagsins af skrá Kauphallar Íslands og skrá það eingöngu erlendis. Þetta var staðfesting á því, sem blasað hefur við, að efnahags- og stjórnmálaumhverfi hér á landi er mjög óhagstætt og sérstaklega þeim fyrirtækjum sem þurfa að afla hlutafjár eða lánsfjár á alþjóðamarkaði. Á aðalfundi Marels, einnig í síðustu viku, voru uppi sömu áhyggjur varðandi stöðu íslensku krónunnar og efnahagsmál. Velgengni þessarra tveggja fyrirtækja er okkur mikils virði og áhyggjuefni þegar eigendur þeirra og stjórnendur hafa misst trú á íslensku efnhagslífi og hlutabréfamarkaði.Hagsmunir þjóðarinnar skipta mestu máli og í því ljósi þarf að meta áhættu sem við erum að taka og horfa á heildarhagsmunina. Þeir sem kjósa um Icesave mega ekki kjósa með það í huga hvað sé líklegast til að fella ríkisstjórnina. Umræðan um Evópusambandið má heldur ekki snúast eingöngu um fjárhagslegan gróða, hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hvað einstaka flokkar vilja. Þjóðin hefur yfirleitt reynt að leysa ágreining við aðrar þjóðir með samningum hvort sem var í landhelgisdeilum eða á öðrum sviðum. Það þurfum við að gera áfram eins og kostur er. Sjálfstæði þjóðarinnar felst ekki í því að halda íslensku krónunni eða líta á okkur sem efnahagslegt eyland. Sjálfstæði snýst um það að byggja upp sterkt atvinnulíf og hafa sterka og stefnufasta ríkisstjórn sem vinnur vel með þjóðinni að virkja þau fjölmörgu tækifæri sem við eigum. Við búum þrátt fyrir allt í einu besta samfélagi í heimi og eigum öll rétt á að njóta þess. En til þess þurfum við að virkja tækifærin. Þau blasa hvarvetna við okkur.Krónan nothæf í tölvuleikjum Þótt útflutningsgreinar hafi notið þess tímabundið að íslenska krónan hafi veikst, þá er krónan sem gjaldmiðill ónothæf til framtíðar. Það má jafnvel leiða líkur að því að krónan og sú peningamálastefna sem ríkti í kringum hana hafi átt stóran þátt í banka- og efnahagshruninu í samspili við stjórnlaust bankakerfi. Efnahagsumhverfið hefur almennt versnað verulega undanfarin ár og Icesave óvissan veldur truflun í viðskiptum og fjármögnun. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, komu upp svipaðar áhyggjur í sjónvarpsviðtali, en hann bindur þó vonir við umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í tölvuleikjum eru oft notaðir heimasmíðaðir gjaldmiðlar, og þar getur íslenska krónan verið ágætlega brúkleg. Því miður höfum við verið að nota íslenska hagkerfið með krónuna sem dýrkeypta „tilraunastofu" í efnahagsstjórnun.Ísland – land tækifæranna En hér á landi starfa einnig fyrirtæki sem hafa í áratugi verið í alþjóðlegum viðskiptum og skilað þjóðinni gífurlegum verðmætum og tryggt hér góð lífskjör. Þar má nefna samgöngufyrirtæki, fyrirtæki í sjávarútvegi, orkuvinnslu og nýtingu hennar, ferðaþjónustu og fyrirtæki í margvíslegum iðnaði, verslun og viðskiptum sem eru einnig grundvöllur að okkar lífskjörum. Mikilvægi fjármálafyrirtækja má heldur ekki gleymast, en án stuðnings þeirra, hefðu Marel, Icelandair og Össur, svo dæmi séu tekin, aldrei orðið öflug alþjóðleg fyrirtæki. Einstaklingar og fyrirtæki á sviði skapandi greina, svo sem tónlistar, myndlistar, leiklistar, hönnunar o.fl. hafa einnig náð stórkostlegum árangri. Tækifæri hér á landi eru gríðarlega mikil ef vel er haldið á málum. Það var kynnt vel á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs þann 16. febrúar sl. og Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, kom einnig sterkt inn á þessa þætti á Iðnþingi sl. fimmtudag. Flest byggja tækifærin á því að við séum í góðum samskiptum við alþjóðasamfélagið og höldum vel á okkar efnahagsmálum, stjórnmálum, grunnstoðum og reglum samfélagsins. Ég vil hér nefna fjögur atriði um þá einstöku aðstöðu sem við búum við. 1. Hafsvæði kringum Ísland er mikil auðlind. Bæði sjávarfang og aðrar auðlindir tengjast hafsvæðinu og landgrunninu. Þar höfum við verið til fyrirmyndar í nýtingu auðlindarinnar og verðmætasköpun. 2. Orkulindir fallvatna og jarðvarma eru einstakar og gífurlega verðmætar á tímum orkuskorts og hækkandi orkuverðs á næstu árum. Mikil tækifæri eru þar næstu árin. 3. Náttúra landsins og landfræðileg lega, friðsæld, öryggi, gott veðurfar, vatn og umhverfi, er auðlind sem bæði skapar verðmæti og bætt lífsgæði. Styrkleiki okkar á þessu sviði fer vaxandi. 4. Góð menntun þjóðarinnar, arfleifð og menning er auðlind sem við höfum náð að gera að verðmæti sem hefur vakið athygli víða um heim. Nú ættum við að einblína á tækifærin, nýta þau og ryðja burt hindrunum og leggja áherslu á nýsköpun hugarfarsins eins og Helgi orðaði það svo vel. Samfélagsleg ábyrgð og velferðarkerfi byggir einnig á því að deila góðu með slæmu. Við viljum öll njóta þess góða sem fyrirtæki og einstaklingar skapa og verðum líka stundum að taka á okkur sameiginlega ábyrgð þegar illa fer eins og í bankahruninu.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar