Lífið

Bók fyrir þá sem vantar hillu í lífinu

Það er vinna að komast að því hvað mann langar til að gera, segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/Anton
Það er vinna að komast að því hvað mann langar til að gera, segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/Anton
„Lykillinn að því að vera ánægður með lífið og finna lífsfyllingu er að veita því athygli hvaða verkum við erum að sinna," segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í stjórnun og leiðtogafræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Bók hennar Á réttri hillu kom út fyrir hálfum mánuði og rataði beint á metsölulista.

Markmið Árelíu með bókinni er að hjálpa lesendum að rýna í sjálfan sig og finna út frá nokkrum grunnþáttum hvar hæfileikar þeirra liggja. Eftir lesturinn geta þeir tekið próf og komist að því hvers konar manngerð þeir eru, hvar styrkur þeirra og veikleikar liggja.

Manngerðirnar eru sextán talsins og birtir Árelía viðtöl við 32 manns undir nafni sem eiga það sammerkt að hafa fundið þann starfsvettvang sem hentar þeim. Þar á meðal eru nokkrir stjórnendur, prestur, lögreglumaður, húsmóðir og hárgreiðslukona, framkvæmdastjóri hjá fagfjárfestingarsjóði og millistjórnendur.

„Þetta er rosalega einfalt en öflugt tæki," segir Árelía sem hefur eftir einum lesanda að honum fannst bókin erfið. Við nánari athugun komst hún að því að bókin hafði ýtt við honum. „Þá varð ég ánægð. Það veitti mér gleði. Það er vinna að komast að því hvað mann langar til að gera," segir hún. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.