Þeir aðilar sem stóðu að því að Ryderkeppnin í golfi fór fram á Celtic Manor í Wales á síðasta ári geta verið ánægðir með þau fjárhagslegu áhrif sem keppnin hafði í Wales.
Samkvæmt samantekt sem birt var í gær komu mun fleiri erlendir kylfingar til Wales á árinu 2010 til þess að leika golf en árið þar á undan. Aukningin er 21% en heildarveltan á þessum ferðamarkaði nam um 8 milljörðum kr. í Wales. Til samanburðar þá fækkaði kylfingum sem heimsóttu England um 5% á árinu 2010.
Ryderkeppnin í golfi er þriðji stærsti sjónvarpsviðburður í heimi á eftir heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og Ólympíuleikunum. Næsta keppni verður í Bandaríkjunum árið 2012 þar sem að bandaríska liðið verður á heimavelli gegn úrvalsliði Evrópu sem hefur titil að verja.
Ryderkeppnin skilaði miklum hagnaði fyrir golfíþróttina í Wales
