Innlent

Stýrivextir haldast óbreyttir

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.

Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%.

Verðbólga mælist nú 1,9% og er útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif.

Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×