Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi 16. mars 2011 19:45 Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. Við greindum í síðustu viku frá áformum um risahöfn í Gunnólfsvík undir Langanesi en þar gera sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur ráð fyrr iðnaðarlóðum sem hentað gætu olíu- og gasvinnslustöðvum. Forsendur í aðalskipulagstillögunni eru að höfnin verði umskipunarhöfn vegna siglinga yfir heimskautið og að muni hún þjóna olíuvinnslu framtíðarinnar, ekki aðeins á Drekasvæði heldur einnig við austur Grænland. Í skipulagstillögunni er jafnframt gert ráð fyrir því að Þórshafnarflugvöllur verði stækkaður. Í stað einnar 1.200 metra langrar brautar verði tvær 2.200 metra langar brautir fyrir millilandaflug og flugskýli fyrir þyrluþjónustu vegna olíuborpalla. Hérlendis yrði einungis Keflavíkurflugvöllur stærri en þessi völlur. Flugvöllurinn yrði í landi Syðra-Lóns en Guðmundur Vilhjálmsson, talsmaður eigenda jarðarinnar, er ekki kátur. Hann kveðst þó fyrst og fremst mótmæla aðferðafræðinni, - að sveitarfélagið skuli skipuleggja flugvöll og þjóðvegi án samráðs við eigendur landsins. Hann kveðst í sjálfu sér ekki útiloka alþjóðaflugvöll þarna, sé það raunhæft. Hann telji þetta hins vegar vera mikla loftkastala, og ef þeir fari í inn á skipulag, bindi það hendur landeigenda, og þeir geti ekki skipulagt aðra starfsemi á meðan. Guðmundur tekur sem dæmi að þeir gætu ekki selt lóðir undir frístundabyggð ef búið væri að skipuleggja landið undir flugvöll. Sveitarstjórn Lannganesbyggðar stefnir að því að afgreiða skipulagið frá sér á morgun. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. Við greindum í síðustu viku frá áformum um risahöfn í Gunnólfsvík undir Langanesi en þar gera sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur ráð fyrr iðnaðarlóðum sem hentað gætu olíu- og gasvinnslustöðvum. Forsendur í aðalskipulagstillögunni eru að höfnin verði umskipunarhöfn vegna siglinga yfir heimskautið og að muni hún þjóna olíuvinnslu framtíðarinnar, ekki aðeins á Drekasvæði heldur einnig við austur Grænland. Í skipulagstillögunni er jafnframt gert ráð fyrir því að Þórshafnarflugvöllur verði stækkaður. Í stað einnar 1.200 metra langrar brautar verði tvær 2.200 metra langar brautir fyrir millilandaflug og flugskýli fyrir þyrluþjónustu vegna olíuborpalla. Hérlendis yrði einungis Keflavíkurflugvöllur stærri en þessi völlur. Flugvöllurinn yrði í landi Syðra-Lóns en Guðmundur Vilhjálmsson, talsmaður eigenda jarðarinnar, er ekki kátur. Hann kveðst þó fyrst og fremst mótmæla aðferðafræðinni, - að sveitarfélagið skuli skipuleggja flugvöll og þjóðvegi án samráðs við eigendur landsins. Hann kveðst í sjálfu sér ekki útiloka alþjóðaflugvöll þarna, sé það raunhæft. Hann telji þetta hins vegar vera mikla loftkastala, og ef þeir fari í inn á skipulag, bindi það hendur landeigenda, og þeir geti ekki skipulagt aðra starfsemi á meðan. Guðmundur tekur sem dæmi að þeir gætu ekki selt lóðir undir frístundabyggð ef búið væri að skipuleggja landið undir flugvöll. Sveitarstjórn Lannganesbyggðar stefnir að því að afgreiða skipulagið frá sér á morgun.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira