Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi 16. mars 2011 19:45 Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. Við greindum í síðustu viku frá áformum um risahöfn í Gunnólfsvík undir Langanesi en þar gera sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur ráð fyrr iðnaðarlóðum sem hentað gætu olíu- og gasvinnslustöðvum. Forsendur í aðalskipulagstillögunni eru að höfnin verði umskipunarhöfn vegna siglinga yfir heimskautið og að muni hún þjóna olíuvinnslu framtíðarinnar, ekki aðeins á Drekasvæði heldur einnig við austur Grænland. Í skipulagstillögunni er jafnframt gert ráð fyrir því að Þórshafnarflugvöllur verði stækkaður. Í stað einnar 1.200 metra langrar brautar verði tvær 2.200 metra langar brautir fyrir millilandaflug og flugskýli fyrir þyrluþjónustu vegna olíuborpalla. Hérlendis yrði einungis Keflavíkurflugvöllur stærri en þessi völlur. Flugvöllurinn yrði í landi Syðra-Lóns en Guðmundur Vilhjálmsson, talsmaður eigenda jarðarinnar, er ekki kátur. Hann kveðst þó fyrst og fremst mótmæla aðferðafræðinni, - að sveitarfélagið skuli skipuleggja flugvöll og þjóðvegi án samráðs við eigendur landsins. Hann kveðst í sjálfu sér ekki útiloka alþjóðaflugvöll þarna, sé það raunhæft. Hann telji þetta hins vegar vera mikla loftkastala, og ef þeir fari í inn á skipulag, bindi það hendur landeigenda, og þeir geti ekki skipulagt aðra starfsemi á meðan. Guðmundur tekur sem dæmi að þeir gætu ekki selt lóðir undir frístundabyggð ef búið væri að skipuleggja landið undir flugvöll. Sveitarstjórn Lannganesbyggðar stefnir að því að afgreiða skipulagið frá sér á morgun. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. Við greindum í síðustu viku frá áformum um risahöfn í Gunnólfsvík undir Langanesi en þar gera sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur ráð fyrr iðnaðarlóðum sem hentað gætu olíu- og gasvinnslustöðvum. Forsendur í aðalskipulagstillögunni eru að höfnin verði umskipunarhöfn vegna siglinga yfir heimskautið og að muni hún þjóna olíuvinnslu framtíðarinnar, ekki aðeins á Drekasvæði heldur einnig við austur Grænland. Í skipulagstillögunni er jafnframt gert ráð fyrir því að Þórshafnarflugvöllur verði stækkaður. Í stað einnar 1.200 metra langrar brautar verði tvær 2.200 metra langar brautir fyrir millilandaflug og flugskýli fyrir þyrluþjónustu vegna olíuborpalla. Hérlendis yrði einungis Keflavíkurflugvöllur stærri en þessi völlur. Flugvöllurinn yrði í landi Syðra-Lóns en Guðmundur Vilhjálmsson, talsmaður eigenda jarðarinnar, er ekki kátur. Hann kveðst þó fyrst og fremst mótmæla aðferðafræðinni, - að sveitarfélagið skuli skipuleggja flugvöll og þjóðvegi án samráðs við eigendur landsins. Hann kveðst í sjálfu sér ekki útiloka alþjóðaflugvöll þarna, sé það raunhæft. Hann telji þetta hins vegar vera mikla loftkastala, og ef þeir fari í inn á skipulag, bindi það hendur landeigenda, og þeir geti ekki skipulagt aðra starfsemi á meðan. Guðmundur tekur sem dæmi að þeir gætu ekki selt lóðir undir frístundabyggð ef búið væri að skipuleggja landið undir flugvöll. Sveitarstjórn Lannganesbyggðar stefnir að því að afgreiða skipulagið frá sér á morgun.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira