Innlent

Brælunni að ljúka á miðunum umhverfis landið

Fiskiskipin eru aðeins byrjuð að týnast út á sjó eftir langvarandi brælu umhverfis allt landið.

Þó voru aðeins um hundarð skip komin á sjó klukkan sex í morgun en á góðum degi eru að minnsta kosti 700 til 800 skip á sjó við landið.

Fisksalar eru farnir að glíma við skort á nyjum fiski í búðum sínum og þeir sem flytja út ferskan fisk með flugi eiga í erfiðleikum með að standa við gerða samninga.

Brælan núna hefur verið óvenju þrálát og bitnað hvað harðast á smábátunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×