Innlent

Grænn Kostur innkallar hummus og döðluvefjur

Grænn Kostur. Myndin er úr safni.
Grænn Kostur. Myndin er úr safni.
Grænn Kostur hefur innkallað í varúðarskyni og í samráði við Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Hummus og döðluvefju vegna þess að ekki er getið um ofnæmis- og óþolsvald í innihaldslýsingu, það er, sesamfræ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grænum Kosti.

Þar kemur ennfremur fram að vörurnar hafi eingöngu verið til sölu í verslun Yggdrasils við Rauðarárstíg.

„Viljum við benda þeim neytendum sem hafa ofangreint ofnæmi eða óþol að neyta hennar ekki. Að öðru leyti eru gæði vörunnar skv. okkar ströngustu kröfum og einungis er um innköllun vegna þess að sesam vantar í innihaldslýsingu,“ segir svo í tilkynningunni.

Þeir neytendur sem eiga Hummus og döðluvefjur, og eru viðkvæmir fyrir sesamfræjum og afurðum úr þeim, eru beðnir um að skila þeim í verslun Yggdrasil gegn fullri endurgreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×