Innlent

Vita hvar ágreiningurinn er

Gylfi segir að fundurinn hafi verið mikilvægur. Mynd/ Pjetur.
Gylfi segir að fundurinn hafi verið mikilvægur. Mynd/ Pjetur.
Forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu með stjórnvöldum um áherslur í kjarasamningum í dag.

Fundinum lauk um klukkan 11 í morgun en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sem fyrr hafi verið fjallað um mikilvægi þess að stjórnvöld ýti undir fjárfestingar í atvinnulífinu en einnig hafi verið rætt um mikilvægi þess að jafna lífeyrisréttindi landsmanna en sú umræða hafi setið á hakanum að undanförnu.

„Þessi fundur var mikilvægur og ég held að hafi tekist að kristalla hvar ágreiningurinn er og í hverju þurfi helst að vinna. Ég held að það sé þyngst í þessum atvinnumálum og þessari innspýtingu sem við teljum þurfa inn í hagkerfið. Minni vinna hefur verið lögð í lífeyrissmálin en við vöktum athygli á því að við teljum mjög mikilvægt að jafna lífeyrisréttindin," segir Gylfi.

Gylfi segir að aftur verði fundað með stjórnvöldum öðru hvoru megin við helgina en hins vegar sé stefnt að því að funda með fulltrúum atvinnurekenda síðar í dag til að fara yfir stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×