Innlent

Stjórnlagaráð geti starfað til loka júlí

Stjórnlaganefnd Vigdís Hauksdóttir vill að nefndin geri tillögu að breytingum á stjórnarskrá.
Stjórnlaganefnd Vigdís Hauksdóttir vill að nefndin geri tillögu að breytingum á stjórnarskrá.
Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, lagði í gær fram breytingartillögu við þingsályktunartillögu um skipan stjórnlagaráðs, þess efnis að ráðið geti starfað til loka júlí. Í upphaflegu tillögunni er gert ráð fyrir að stjórnlagaráð skili af sér frumvarpi fyrir lok júní.

Meirihluti allsherjarnefndar leggur annars til þær breytingar að Alþingi skipi stjórnlagaráð en ekki forseti þess, að fundir ráðsins verði opnir og að það setji sjálfu sér starfsreglur.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd vilja málið frá og ítreka vilja flokksins til að taka þátt í endurskoðun stjórnarskrárinnar á vettvangi Alþingis. Þingið geti byggt þá vinnu á niðurstöðu þjóðfundar auk annarra gagna.

Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, leggur til að stjórnlaganefnd, sem skipuð var til að annast söfnun og úrvinnslu gagna fyrir stjórnlagaþing, verði falið að gera tillögur um breytingar á stjórnarskránni og skili Alþingi tillögum í frumvarpsdrögum.

Loks leggja þingmenn Hreyfingarinnar til að ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um tillögur stjórnlagaráðs áður en Alþingi fær þær til umfjöllunar.

- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×