Hljómsveitin Hvanndalsbræður og söngvarinn Magni Ásgeirsson hafa sent frá sér lagið Frjáls.
Tvíeykið hefur unnið töluvert saman að undanförnu og þótti þeim tími kominn á að gefa út lag saman. Hvanndalsbræður hafa verið starfandi í níu ár og gáfu á síðasta ári út sína fimmtu plötu, sem fékk fínar viðtökur.
Hljómsveitin hefur í nógu að snúast um páskana því fram undan eru böll á Græna hattinum, Spot, Logalandi og í Gamla kaupfélaginu á Akranesi.
Lífið