Handbolti

Þrándur: Rjúpan er að fara illa með okkur

Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar
Þrándur Gíslason.
Þrándur Gíslason.
Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpnaveiði helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn gegn Akureyri í kvöld.

"Við vorum lengi að taka við okkur. Við byrjuðum illa en vöknum svo en við vorum of staðir, hreyfðum okkur ekki nóg án bolta. Það má ekki gegn liði eins og Akureyri."

"Þeir gerðu þetta vel en við erum ekki alveg sáttir. Við unnum Fram og áttum góðan fyrri hálfleik gegn Gróttu, ég hafði trú á að við myndum rífa okkur upp."

"Það gekk ekki alveg eftir. Það var þó gaman að sjá gamla selinn Hrannar koma aftur inn en við verðum að fara aðeins betur yfir okkar leik."

"Það vantar ekki ýkja mikið upp á. Menn eru þreyttir, sérstaklega eftir að rjúpnaveiðitímabilið byrjaði," sagði Þrándur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×