Viðskipti erlent

Skuldir Bandaríkjanna yfir 15.000 milljarða dollara

Opinberar skuldir Bandaríkjanna eru komnar yfir 15.000 milljarða dollara. Sökum þessa hafa Repúblikanar gagnrýnt harðlega efnahagsstjórn Baracks Obama bandaríkjaforseta.

Rick Perry eitt af forsetaefnum Repúblikana segir að þessi óskiljanlega háa skuld muni virka eins og steinsteypuskór á komandi kynslóðir og efnahagslega framtíð Bandaríkjanna,

Öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell segir að skuldin sé orðin álíka stór og landsframleiðsla landsins og Bandaríkin því að lenda í sömu sporum og Grikkland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×