Viðskipti erlent

Sarkozy í Davos: Snúum aldrei baki við evru

Nicolas Sarkozy Á efnahagsráðstefnunni í Davos.nordicphotos/AFP
Nicolas Sarkozy Á efnahagsráðstefnunni í Davos.nordicphotos/AFP

Sviss, AP „Brotthvarf evrunnar yrði þvílíkt stórslys að við gætum ekki einu sinni velt fyrir okkur þeim möguleika,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss.

Hann sagði útilokað að Frakkar eða Þjóðverjar sneru baki við evrunni. Hún væri undirstaða friðar og velferðar í álfunni þrátt fyrir erfiðan skuldavanda margra evruríkja, sem undanfarið hefur valdið bæði fjárfestum og þjóðarleiðtogum víða um heim miklum höfuðverk.

Hann viðurkenndi þó að hafa haft miklar áhyggjur af evrunni undanfarna mánuði.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×