Handbolti

Ásbjörn: Alltof lengi á hælunum

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Ásbjörn Friðriksson.
Ásbjörn Friðriksson.
Ásbjörn Friðriksson var einn af mörgum svekktum FH-ingum eftir tap gegn Akureyri í kvöld. Akureyri vann FH einnig í bikarkeppninni fyrr í vikunni.


"Það er svekkjandi að spila svona illa tvo leiki í röð gegn Akureyri. Við vorum á hælunum allan fyrri hálfleikinn og í byrjun seinni hálfleiks. Við spilum í raun ekki af eðlilegri getu nema í 20 mínútur," sagði Ásbjörn Friðriksson.

"Það dugir ekkert gegn Akureyri. Sóknin okkar var ekki góð, við skutum illa á Sveinbjörn og skutum hann í gang. Hann ver vel í fyrri hálfleik og það má ekkert gegn Akureyri á útivelli. Vörnin þeirra var þó góð líka."

"Við hlupum hraðaupphlaupin illa en þetta var svekkjandi undir lokin. Það er ekkert hægt að taka bara síðasta skotið út, við fórum með fullt af öðrum færum sem við áttum að nýta," sagði Ásbjörn.




Tengdar fréttir

Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur

Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×