Erlent

Fálmkennd viðbrögð Camerons vegna hlerunarhneykslisins

Forsætisráðherra Bretlands er undir miklum þrýstingi eftir að tveir hæst settu lögregluforingjar landsins sögðu af sér vegna hlerunarhneykslisins þar í landi. Breska þingið mun fresta því að fara í sumarfrí.

Breskir fjölmiðlar fóru í dag óblíðum höndum um David Cameron, forsætisráðherra, sem er í opinberri heimsókn í Suður-Afríku. Afsagnir lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra Scotland Yard vegna hlerunarmálsins valdi því að sjálfur forsætisráðherrann sé orðinn skotmark.

Cameron leggur sig allan fram við að fullvissa breskan almenning að ekkert verði dregið undan við rannsókn málsins. „Nú þarf að tryggja að lögreglan í Lundúnum vinni hratt og örugglega svo ekkert fari á milli mála í þessari mikilvægu rannsókn á því sem átti sér stað á fjölmiðlunum og innan lögreglunnar."

En ýmsum þykir sem Cameron hafi sýnt veikleika eftir að málið kom upp. Ivor Gaber, prófessir í fjölmiðlafræði, segir stöðu forsætisráðherrans ekki vera góða. „Viðbrögð hans síðustu vikuna eða svo hafa verið fálmkennd og leiðtogar Verkamannaflokksins eru meira í takt við almenningsálitið."

Það sem einkum er fundið að við Cameron er að hann réði fyrrverandi ritstjóra News of The World sem fjölmiðlafulltrúa sinn í Downing stræti 10. Það var að vísu löngu áður en þetta mál kom upp. Lögreglan þykir hafa unnið slælega að málinu en teygir anga sína allt aftur til ársins 2000. Þá hafa lögreglumenn einnig verið sakaðir um að hafa þegið mútur.


Tengdar fréttir

FBI rannsakar Murdoch og hleranir í Bandaríkjunum

Enn þrengir að Robert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans því bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvort fjölmiðlar í hans eigu hafi brotið gegn fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Opinber afsökunarbeiðni Rupert Murdoch

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur gefið út opinbera afsökunarbeiðni þar sem hann biðst velvirðingar á því hvernig vikuritið News of the World bar sig að við fréttaskrif, en Murdoch tók þá ákvörðun fyrir stuttu að leggja útgáfu blaðsins niður. Vikublaðið breska kom út í síðasta skipti mánudaginn 11. júlí, eftir að hafa verið starfandi í 168 ár frá stofnun þess árið 1843.

Brooks handtekin vegna símhleranamálsins

Rebekah Brooks, fyrrum stjórnandi hjá News International í Bretlandi, hefur verið handtekin í tengslum við símhleranamálin sem hafa skekið breskt samfélag að undanförnu. Brooks var handtekin eftir skýrslutökur á lögreglustöð í Lundúnum og er hún í gæsluvarðhaldi. Fram kemur á fréttavef BBC að þetta er tíunda handtakan í tengslum við ásakanir á hendur dagblaðinu News of the World um símhleranir.

Verðir konungsfjölskyldunnar seldu News of the World upplýsingar

Að minnsta kosti tveir verðir sem höfðu það að starfi að vernda konungsfjölskylduna eru taldir hafa selt götublaðinu News of the World tengiliðabók sem innihélt allar upplýsingar um það hvernig mætti ná í hvern einasta meðlim konungsfjölskyldunnar, auk vina þeirra, starfsfélaga og starfsmanna.

Rauða nornin látin laus

Rebekha Brooks sem breskir fjölmiðlar eru farnir að kalla Rauðu nornina hefur verið látin laus gegn tryggingu. Hún var handtekin í gær vegna gruns um að hafa átt aðild að símhlerunum og tölvuhakki.

Fjölmiðlakóngur biðst afsökunar

Helstu blöð Bretlands birta í dag heilsíðuauglýsingar frá Rupert Murdoch vegna þess sem hann kallar alvarlegar misgjörðir News of the World. Í auglýsingunni segir „Okkur þykir fyrir þeim alvarlegu misgjörðum sem átt hafa sér stað.". Rebekah Brooks, fyrrverandi ritstjóri News of the World og Les Hinton, stjórnandi hjá útgáfufyrirtækinu News Corporation, sögðu upp störfum í gær vegna símahlerunarhneykslis sem skekið hefur Bretland að undanförnu.

Telja að David Cameron hafi sýnt dómgreindarskort

Leiðarar margra breskra blaða í morgun fjalla um afsögn lögreglustjóra Lundúna og segja afsögnina varpa fram spurningu um dómgreindarskort hjá David Cameron forsætisráðherra Bretlands.

Hitnar undir David Cameron

John Yates aðstoðarlögreglustjóri í Lundúnum hefur sagt af sér vegna hlerunarhneykslisins sem nú skekur Bretland. Yfirmaður hans Sir Paul Stephenson, lögreglustjóri sagði af sér í gær af sömu ástæðu.

Stálu upplýsingum um son Brown

Læknaskýrslur sem The Sun hafði undir höndum og sýna að sonur Gordons Brown var með erfðasjúkdóm voru illa fengnar. Þetta fullyrða vinir Browns, að því er Daily Telegraph greinir frá.

Murdoch kallaður fyrir breska þingnefnd

Bresk þingnefnd sem er að rannsaka hlerunarhneyksli blaðsins News of The World hefur beðið fjölmiðlabaróninn Rupert Murdoc um að mæta til þess að svara spurningum. Þingmennirnir vilja einnig heyra í syni hans James og fyrrverandi ritstjóra Rebekku Brooks.

Murdoch forstjóri hrökklast úr starfi

Rebekha Brooks forstjóri fjölmiðlaveldis Ruberts Murdoch í Bretlandi hefur sagt af sér. Hún er fyrrverandi ritstjóri News of The World, blaðsins sem fyrst varð uppvíst að því að hlera síma þúsunda þekktra Breta, þar á meðal konungsfjölskyldunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×