Erlent

Vildi bensíntankinn fullan af áfengi

Mynd úr safni
Ellilífeyrisþegi frá Kúveit stoppaði bíl sinn við bensíndælu á bensínstöð í litlum bæ í landinum á dögunum. Þegar að afgreiðslumaðurinn gekk til hans og bauð honum aðstoð sína tjáði ökumaðurinn honum að hann skyldi bara fylla bílinn. En þegar afgreiðslumaðurinn var búinn að dæla bensíni á bílinn í nokkrar sekúndur varð ökumaðurinn alveg brjálaður.

„Ég vil ekki bensín, fylltu hann af áfengi," sagði hann við afreiðslumanninn. Í fyrstu hélt hann að ökumaðurinn væri að grínast í honum og hélt áfram að dæla. En þegar hann róaðist ekki, ákvað afgreiðslumaðurinn að hætta að dæla. Hann undirstrikaði við afgreiðslumanninn að hann skyldi fylla bílinn af áfengi.

Afgreiðslumaðurinn hafði ekki annan kost en að hringja á lögregluna sem kom stuttu síðar á bensínstöðina og handtók manninn. Hann var töluvert ölvaður og verður eflaust ákærður fyrir að keyra undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×