Erlent

Íranar ráðast inn í Írak

Óli Tynes skrifar
Kúrdag eiga víða í útistöðum, þeir berjast fyrir auknu sjálfstæði.
Kúrdag eiga víða í útistöðum, þeir berjast fyrir auknu sjálfstæði.
Íranskar hersveitir hafa ráðist á og hertekið þrjár bækistöðvar íranskra Kúrda í Írak. Íranska ríkisfréttastöðin IRNA hefur eftir írönskum ofursta að fjöldi Kúrda hafi verið felldir og aðrir teknir til fanga. Ofurstinn segir að bækistöðvarnar hafi liðsinnt kúrdiskum hryðjuverjamönnum í Íran.

 

Íranar hótuðu þegar í síðustu viku að ráðast á stöðvarnar í Írak, á þeim forsendum að forseti héraðsstjórnarinnar Massoud Barzani hafi léð Kúrdunum land undir bækistöðvarnar án þess að láta alríkisstjórnina í Bagdad vita af því. Umræddir Kúrdar hafa oft lent í útistöðum við Írana á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×