Viðskipti erlent

Merkel útilokar ekki skuldaafskriftir

Mynd/AP
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir nú allt reynt til að koma í veg fyrir að fella þurfi niður eitthvað af skuldum gríska ríkisins. Hún útilokar þó ekki lengur að til þess þurfi að koma.

Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að standa stíf á því að Grikkir þurfi að greiða allar skuldirnar, en segir nú kannað hvort einhverjir lánardrottnar Grikkja bjóðist til að fella niður eitthvað af skuldum þeirra.

Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, segir að Merkel sé með einstrengingslegri afstöðu sinni að eyðileggja það Evrópusamstarf, sem hann barðist alla tíð fyrir.

- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×