Enski boltinn

Shay Given búinn að gera fimm ára samning við Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shay Given.
Shay Given. Mynd/AFP
Írski markvörðurinn Shay Given er búinn að ganga frá fimm ára samningi við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa og fær samkvæmt heimildum Guardian á bilinu 3,5 til 4 milljónir punda fyrir. Það gerir um 664 til 758 milljónir íslenskra króna.

Shay Given er 35 ára gamall og var í herbúðum Manchester City undanfarin tvö tímabil. Hann fékk hinsvegar ekki mikið að spila eftir að hann missti sætið sitt til Joe Hart.

„Aston Villa er stórt félag og ég er mjög spenntur að ganga til liðs við það. Ég bíð spenntur eftir því að æfa og spila með þessum leikmönnum því ég veit að þar spila margir hæfileikríkir leikmenn," sagði Shay Given.

„Það vita allir að ég fékk ekki mikið að spila á síðasta tímabili og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að spila reglulega með Aston Villa. Ég bíð líka eftirvæntingarfullur eftir því að fá að vinna með Alex McLeish," sagði Given.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×